janúar 2018

Um kortagerð og gögn Dana 1900-1944 (81)

Landmælingar og kortagerð Dana á Íslandi á tímabilinu 1900 til 1944 er af flestum talið merkasta kortagerðarverkefni Íslandssögunnar. Um sögu þessa gríðarmikla verkefnis, sem einhverjir hafa talið hafa verið allt að 1000 ársverk, má lesa í tveimur merkum bókum. Sú fyrri „Islands kortlægning“ eftir Niels Erik Nörlund fyrsta forstjóra Geodætisk Institut í Kaupmannahöfn kom út í stóru broti lýðveldisárið 1944 og sú síðari „Landmælingar og kortagerð Dana á Íslandi. Upphaf Landmælinga Íslands“ eftir Ágúst Böðvarsson fyrrverandi forstjóra Landmælinga Íslands, kom út árið 1996. Í þessum bókum er sagan rakin ítarlega í texta og myndum, en frumgögn úr verkefninu hafa fyrir löngu verið afhent Íslendingum, þar á meðal ljósmyndir, loftmyndir, skýrslur, mælingar, teikningar, filmur og  prentplötur svo eitthvað sé nefnt. Lesa meira