júní 2018

Skráning og aðgengi loftmyndasafna (90)

Til að geta veitt gott aðgengi að efni loftmyndasafna þarf að koma til ítarleg og vönduð myndaskráning. Möguleikar til að skrá loftmyndir eru margvíslegir en almennt verður að segja að ekki er vitað til að gerðar hafi verið markvissar tilraunir til samræmingar slíkrar skráningar og framsetningar á efni með samstilltum hætti hnattrænt eða í stærri mæli milli margra landa. Skráning loftmyndasafna hefur því gjarnan verið á forsendum hverrar stofnunar sem aflað hefur loftmynda til starfsemi sinnar þar sem til hafa orðið myndasöfn, eða á forsendum fyritækja á markaði sem starfa í þessari grein. Í mörgum tilfellum hafa þó ákveðnar lausnir og góðar fyrirmyndir um skráningu verið nýttar af fleirum.

Á fyrstu áratugum loftmyndatökutækninnar var aðeins á færi opinberra stofnana eða hermálayfirvalda víða um lönd að sinna að einhverju ráði loftmyndatöku vegna kortagerðar og rekstri ljósmyndastofa fyrir gerð mynda á þessu sviði enda filmur, tæki og tilheyrandi búnaður stærri en annað sem þekkist á sviði almennrar ljósmyndatækni. Lesa meira