janúar 2019

Að framfylgja INSPIRE tilskipuninni (104)

Það hljóta allir sem vinna með landfræðileg gögn að vera sammála um mikilvægi þess að geta haft góða yfirsýn yfir hvað til er af stafrænum gagnasettum, vita til dæmis úr hverju þau eru gerð, sjá hvaða svæði þau sýna og fá upplýsingar um hvernig er hægt að fá aðgengi eða afrit af þeim. Af þessum ástæðum eru meðal annars lýsigagnagrunnar, lýsigagnaþjónustur og niðurhalsþjónustur mikilvægar. Til þess að eiga samskipti með og samnýta gögn er nauðsynlegt að gagnasett á sérhverju fagsviði séu gerð með sama hætti og sama gagnasettinu ekki viðhaldið á mörgum ólíkum stöðum í einu. Þess vegna eru staðlar nauðsynlegir. Jafnframt verður að vera á hreinu skilgreiningin á því hver gerir hvað og hver ber ábyrgð á hvaða gögnum í samfélaginu. Til þess að ná utan um þessi og fleiri sambærileg málefni á sviði stafrænna landupplýsinga varð INSPIRE tilskipun Evrópusambandsins til.

Lesa meira