Pistlar

Landrænar niðurhalsþjónustur (114)

Niðurhalsþjónustur eru meðal lykilþátta INSPIRE tilskipunarinnar. Þeim er ætlað að veita notendum landfræðilegra gagnasetta og landrænna vefþjónusta aðgang að þeim gögnum sem eru fáanleg og þá er gert ráð fyrir að notkunin og aðgengið að opinberum gögnum sé ókeypis eins og tilskipunin segir til um. Tilskipunin nær fyrst og fremst til opinberra stafrænna landfræðilegra gagna og miðar m.a. að því að minnka tvíverknað í samfélaginu, stuðla að gegnsæi, auka samstarf, bæta samhæfingu og auka samskipti með gögn, en lýsigagnavefir, skoðunarþjónustur og niðurhalsþjónustur þjóna meðal annars þeim tilgangi.

Lesa meira