Pistlar

Dreifð landgagnasöfn – Samræmt aðgengi (94)

Fyrir um tveimur áratugum, nánar tiltekið árið 1998 birtist lykilgrein í bandarísku tímariti eftir Dr. Michael Goodchild og bar hún einfaldlega heitið „The Geolibrary“. Þar var fjallað um aðgengi landfræðilegra gagna í söfnum og miðað við að veflausnir væru notaðar til að opna betur fyrir samnýtingu gagnanna. Um var að ræða umfjöllun um kort, loftmyndir, gervitunglagögn, ljósmyndir og annað landfræðilegt efni. Greinin vakti mikla athygli og spunnust í kjölfar hennar upp miklar umræður sem lesa mátti um í tímaritsgreinum næstu ár á eftir. Umfjöllunarefni greinarinnar átti rætur í undirbúningsvinnu fyrir útgáfu þekktrar skýrslu sem bar heitið „Distributed Geolibraries“ og var þar meðal annars hvatt til þess að samhæfðar netlausnir væru byggðar upp og nýttar til að veita samræmt aðgengi að ólíkum gerðum landfræðilegra gagna sem geymd voru á mismunandi stöðum. Lesa meira