Pistlar

Kort DMA og samstarf við Landmælingar (87)

Eftir miðja síðustu öld þegar AMS (Army Map Service) hafði gefið út Íslandskortin í mælikvarða 1:50 000 (C762) og minni mælikvörðum fól NATO bandarísku kortastofnuninni að kortleggja Ísland í mælikvarða 1:25 000 (Ágúst Böðvarsson, 1996). Kortagerðin var samkvæmt samningi landanna hluti af hernaðarlegu samstarfi innan NATO og átti upphaflega í samræmi við stefnu sem þá var í kortlagningu margra landa að vera í mælikvarða 1:25 000. Vegna strjálbýlis landsins og kostnaðarþátta munu Bandaríkjamenn hafa óskað eftir því árið 1960 við íslensk stjórnvöld að mælikvarðinn yrði 1:50 000 (C761) og var orðið við því. Skýrir það hvers vegna fyrstu kortafilmurnar þ.e. af suðvesturhluta landsins eru í mælikvarðanum 1:25 000.    Lesa meira