Pistlar

Eldri loftmyndir og framtíðin (123)

Það er ekki nóg að hafa gott aðgengi á netinu að upplýsingum um allar íslenskar loftmyndir ef það er ekki jafnframt mögulegt að sérpanta hágæða afrit og eftirgerðir mynda sem þarf að nota við rannsóknir og ýmsa vinnslu annarra verkefna og framkvæmda í landinu. Í dag sinna Landmælingar Íslands, Loftmyndir ehf og Samsýn þessu hlutverki, hver fyrir sitt safn. Þó að fyrirkomulagið virki í dag er ekki sjálfgefið að það muni virka um ókomin ár. Tökum sem dæmi hvað myndi gerast ef stjórnvöld gerðu alvöru úr því að breyta Landmælingum Íslands enn einu sinni. Um það hefur verið rætt á liðnum árum í tengslum við enn frekari sameiningar opinberra stofnana, en ekki orðið af.

Lesa meira…