Pistlar

Landrænar tæknilýsingar (110)

Bætt aðgengi að gögnum á ólíkum sviðum samfélagsins einkum gegnum netið leiðir til aukinnar umræðu á öðrum sviðum um betri gögn og bætt aðgengi að þeim. Þessi umræða, til dæmis í tengslum við INSPIRE tilskipun Evrópusambandsins, á sér stað innan faggreina í ýmsum löndum og á milli landa í samstafsverkefnum. Þar sem fjölþjóðleg verkefni eru skipulögð kemur yfirleitt fjármagn með styrkjum frá „stórveldum“ eins og Evrópusambandinu eða með því að nokkrir aðilar eða lönd leggja saman fjármagn til að vinna verkefnin. Verkefnin geta verið af margvíslegum toga, hvort sem þau eru hreinræktuð gagnaverkefni eða gagnaþátturinn er aðeins hluti af stærra samhengi. Lesa meira