Pistlar

Landfræðileg frumgögn í formi skjala (106)

Landfræðileg gögn fara oft í gegnum langt ferli þar til þau komast á það form sem við notum þau með almennum hætti í daglegu lífi eða sem sérfræðingar í starfstengdum verkefnum. Langflestir hafa eingöngu áhuga á notum slíkra gagna í lokagerð þeirra og endanlegu útliti, enda eru þau yfirleitt ekki á annan hátt aðgengileg almenningi. Þetta á meðal annars bæði við um kortagögn og myndgögn sem við höfum beinan aðgang að til dæmis í farsímum og á netinu, auk útgefinna korta af ýmsum gerðum. Á bak við öll þessi gögn eru upplýsingar af margvíslegu tagi í söfnum stofnana, sveitarfélaga og fyrirtækja, efni sem jafnvel fáir eru meðvitaðir um. Starfsfólk þessara safna, ef það eru þá skilgreind „söfn“ á vinnustaðnum, hefur misjafnan bakgrunn og ólíka sýn á safnkost og lítur jafnvel ekkert endilega á kort í sínu safni sem „landfræðileg gögn“, sem þurfi að skrá og varðveita á annan hátt en „venjuleg“ skjöl sem passa í hefðbundnar skúffur fyrir A4 eða fólío. Þessi landfræðilegu frumgögn eru yfirleitt fyrirferðarmeiri og þurfa stærri hirslur en eru í hefðbundnum skjalasöfnum.

Lesa meira