Pistlar

Um ný örnefni á hafsvæðum og landgrunni (118)

Áhugi á örnefnum er mikill á Íslandi sem sýnir sig með ýmsu móti. Birting slíkra nafna á kortum getur verið sérstaklega viðkvæm, þar sem margir hafa bæði skoðanir á nöfnunum sjálfum og síðan staðsetningu þeirra á kortfletinum. Þekktar eru deilur um örnefni sem ratað hafa í fjölmiðla og muna þar margir eftir umræðunum um Hverfjall/Hverfell í Mývatnssveit. Stuðningsmenn hvors nafnsins um sig beittu sér í málinu sem eftir langan tíma endaði með því að ákveðið var að bæði nöfnin skyldu jafnrétthá meðal annars þegar kemur að því að setja þau á kort.

Lesa meira