Pistlar

Landrænn rammi í gagnaleit (98)

Í lýsigagnastöðlum kemur fram hugtakið „Geographic bounding box“ sem hefur stundum verið nefnt „landrænn rammi“ á íslensku. Þeirri þýðingu hefur á einhvern hátt verið ætlað að vera lýsandi, en hugsanlega eru til betri lausnir. Hugtakið „bounding box“ kemur reyndar einnig fyrir á mörgum öðrum sviðum. Fyrir landræn gögn er um að ræða afmörkun svæðis á skjá, inn á korti, loftmynd, gervitunglamynd eða í öðru gagnasetti, með ferhyrndum ramma sem snertir ystu mörk svæðis. Þannig má með einföldum hætti búa til reit út frá staðsetningu sem gefur möguleika á leit eftir svæðum út frá hnitum sem ramminn gefur í þar til gerðum hugbúnaði eða samkvæmt afmörkun með lengdar- og breiddarbaugum.
Lesa meira