Orðalisti

mynd-491

Landræn efnisorð

Á liðnum áratugum hefur orðið bylting í gerð korta og vinnslu ýmissa gagna þar sem byggt er á staðsetningarhnitum og unnið með stafræn gögn af afmörkuðum svæðum á yfirborði jarðar. Stafræn tækni á sviði landupplýsinga hefur leitt af sér ný orð og hugtök sem reynt hefur verið að þýða á íslensku jafnóðum og þau koma fram. Þeir sem ekki eru vanir umræðu á þessu sviði gætu átt í erfiðleikum með að átta sig á merkingu margra þeirra nýyrða sem notuð eru á landakort.is. Til þess að auðvelda lesturinn og komast hjá hugsanlegum misskilningi er hér settur fram listi yfir ýmis orð sem falla undir hugtakið „landræn efnisorð“.

Orðalisti LÍSU samtakanna er helsta heimildin á þessu sviði. Jafnframt er til annar listi „Lykilskrá“ (kerfisbundinn efnisorðalykill), sem finna má á vefsíðu Landsbókasafns, en þar er lítið af landfræðilegum orðum og hugtökum. Með vinnu Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins á skjölum vegna INSPIRE tilskipunar Evrópusambandsins um grunngerð landgagna, komu fram fleiri þýðingar margra orða og hugtaka (Hugtakasafn Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins), sum nokkuð frábrugðin þeim sem notuð hafa verið í almennu máli hingað til á sviði stafrænnar landupplýsingatækni. Merkingar orða eru því oft á reiki, bæði í huga sérfræðinga og þá ekki síður almennings.

Sá orðalisti sem hér er settur fram var upphaflega einkum ætlaður til að auðvelda höfundi pistla á landakort.is samræmingu í orðanotkun á sviði landupplýsingamála og fjarkönnunar. Það er þó ekki hægt að gera ráð fyrir að allir séu sammála um notkun og tengsl orða eins og þau eru sett fram hér. Athugasemdir eru því vel þegnar og auðvelt er að uppfæra listann sem birtist hér á síðunni. Umræður um orðanotkun eru ávallt af hinu góða, enda berum við sem höfum starfað á sviði landupplýsingamála, mörg áratugum saman, ákveðna ábyrgð á að koma á framfæri þeim lykilorðum og hugtökum sem við teljum að eigi að nota á þessu sviði. Það er mikilvægt að lýsandi og góð efnisorð séu notuð við miðlæga skráningu ritaðs máls og annarra gagna í víðum skilningi til dæmis hjá bóka- og skjalasöfnum. Ef röng efnisorð eru valin við skráningu heimilda getum við átt von á því að í framtíðinni verði erfitt að finna upplýsingar.

Listinn yfir landræn efnisorð er settur upp á svipaðan hátt og „kerfisbundinn efnisorðalykill“ samanber þann sem unninn var af Margréti Loftsdóttur og Þórdísi T. Þórarinsdóttur bókasafns- og upplýsingafræðingum og kom síðast út árið 2001 (3. útg. endurskoðuð). Í orðalistanum sem hér fer á eftir kemur fram í hvaða merkingu orð eru notuð á þessari vefsíðu, enskt heiti þeirra og tengsl hugtaka (samheiti, skylt heiti, víðara heiti og þrengra heiti).

Tafla yfir landræn efnisorð

  • Forsíða

    Velkomin á landakort.is

    Landakort.is er vefgátt fyrir landfræðilegar upplýsingar á Íslandi. Birtir eru tenglar í vefsíður sem sýna kortagögn og annað landfræðilegt efni innanlands sem utan. Vefsíðunum er raðað eftir völdum efnisflokkum sem aðgengilegir eru á forsíðu, en stutt skýring fylgir hverri skráningu. Jafnframt eru birtar fréttir um það sem helst er að gerast hér á landi í útgáfumálum korta og landupplýsingaþjónustu á netinu .