- Rannsóknarbókasöfn og kortasöfn týna tölunni (136)
5. ágúst, 2024Þegar rætt hefur verið um tegundir bókasafna í gegnum tíðina voru einkum fjórar gerðir safna nefndar: Þjóðbókasöfn eins og Landsbókasafn, Almenningsbókasöfn eins og bókasöfn bæjarfélaga, Skólabókasöfn eins og í skólum á öllum skólastigum og Rannsóknarbókasöfn einkum í opinberum stofnunum. Síðastnefnda tegundin, Rannsóknarbókasöfnin, sem geta verið innbyrðis mjög ólíkar starfseiningar að stærð og eðli og með ólíka gerð safnkosts, hafa á liðnum áratugum orðið fyrir barðinu á töluverðum niðurskurði hér á landi sem jaðrar jafnvel við skemmdarverk á sumum sviðum. Mörgum rannsóknarbókasafnanna hefur verið lokað og safnkostinum dreift með gjöfum eða yfirtöku einhverra opinberra eða einkaaðila, eða að safnkostinum hefur að Lesa meira...
- Sérkortasafnið (135)
16. apríl, 2024Á forsíðu vefsins „landkönnun.is“ hefur í nokkur misseri verið mögulegt að skoða tvö tilraunaverkefni í formi kortasjáa sem ætlað er að auðvelda framsetningu eldri korta og gamalla loftmynda á netinu, þ.e. „Vefkortasafnið“ og „Loftmyndasafnið“. (meira…) Lesa meira...
- Á nýjum „slóðum” (134)
27. febrúar, 2024Eitt mikilvægasta verkefnið á sviði upplýsingamiðlunar um landfræðileg gögn á netinu, er tenging við vefslóðir af ýmsu tagi. Framsetningu þeirra í veflausnum er gjarnan ætlað að gefa yfirsýn yfir landræn gögn og (meira…) Lesa meira...
- Varasamir tímar fyrir landfræðileg gögn? (133)
7. mars, 2023Um þessar mundir er verið að undirbúa stærstu sameiningar stofnana í íslenska stjórnkerfinu til þessa, þar sem til stendur að fækka stofnunum umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytisins í þrjár. (meira…) Lesa meira...
- Kortasafn Orkustofnunar til Landsbókasafns (132)
1. febrúar, 2023Kortasafn Orkustofnunar, eitt þeirra þriggja kortasafna sem hægt hefur verið að skoða á netinu, hefur verið afhent Landsbókasafni Íslands til varðveislu. Um er að ræða alls á fjórða þúsund prentuð íslensk kort, (meira…) Lesa meira...
- Almennt um íslenskar kortasjár (131)
4. janúar, 2022Nothæf tölfræði um íslenskar kortasjár hefur ekki verið fyrir hendi til þessa. Í pistli mínum sem birtur var á landakort.is fyrir meira en fjórum árum* varðandi afritun og heimildir um kortasjár var vakin athygli á þessari staðreynd (meira…) Lesa meira...
- Loftmyndasafnið – Nýtt verkefni? (130)
18. ágúst, 2021„Loftmyndasafnið“ er vísir að nýju tilraunaverkefni, sem gæti í fyllingu tímans veitt samræmdan aðgang í kortasjá að upplýsingum um gamla flokka loftmynda af Íslandi og elstu gervitunglamyndir sem til eru hérlendis. (meira…) Lesa meira...
- Notagildi Vefkortasafnsins (129)
5. maí, 2021Með nýrri veflausn til að sýna helstu kortaflokka landsins og heildarkort af landinu skapast tækifæri til að ná markmiðum sem ekki hafa verið möguleg til þessa. Það helsta er að með Vefkortasafninu verður mögulegt (meira…) Lesa meira...
- Vefkortasafnið (128)
24. mars, 2021Vefkortasafnið er ný kortasjá sem opnuð hefur verið á netinu, en hún veitir aðgang að íslenskum kortaflokkum gegnum kortaþekjur sem sýna blaðskiptingar og þá reiti sem kortin þekja á yfirborði landsins. (meira…) Lesa meira...
- Verkefni í landfræðilegum upplýsingamálum (127)
9. október, 2020Í tengslum við útgáfu bókanna „Kortagögn og málefni kortasafna“ og „Fjarkönnunargögn og skipulag landupplýsinga“ og í pistlum sem þar hafa verið birtir, hafa komið fram hugmyndir (meira…) Lesa meira...
- Landræn varðveislumál og aðgengi gagna (126)
17. september, 2020Umræður um landræn aðgengis- og varðveislumál hafa verið fremur takmarkaðar í samfélaginu til þessa. Ekki hefur náðst nægilega vel að vekja fólk til umhugsunar um þennan málaflokk, hvað þá að ná af stað umræðu (meira…) Lesa meira...
- Pistlar af landakort.is í nýjum rafbókum (125)
3. september, 2020Nýlega komu út bækurnar „Kortagögn og málefni kortasafna“ og „Fjarkönnunargögn og skipulag landupplýsinga“. Um er að ræða rafbækur þar sem birtir eru alls 123 pistlar af vefnum landakort.is frá tímabilinu 2015-2019 (meira…) Lesa meira...
- Blaðskiptingar íslenskra kortaflokka (124)
1. maí, 2020Helstu kortaflokkar Íslands eru miðaðir við fastar blaðskiptingar, þar sem landinu er deilt upp í blaðskiptingarreiti og nær þá hvert kortblað yfir einn reit í blaðskiptingunni. Ef auðkenni blaðskiptingarreits er skráð (meira…) Lesa meira...
- Eldri loftmyndir og framtíðin (123)
10. desember, 2019Það er ekki nóg að hafa gott aðgengi á netinu að upplýsingum um allar íslenskar loftmyndir ef það er ekki jafnframt mögulegt að sérpanta hágæða afrit og eftirgerðir mynda sem þarf að nota við rannsóknir (meira…) Lesa meira...
- Nýjar kortasjár Orkustofnunar (122)
24. nóvember, 2019Þegar eigendur kortasjáa, hvort sem það eru stofnanir, sveitarfélög eða fyrirtæki, standa frammi fyrir því að þurfa að skipta um hugbúnað til birtingar landfræðilegra gagna sinna eru oft ýmsar leiðir færar. (meira…) Lesa meira...
- Gömlum kortasjám lokað (121)
7. nóvember, 2019Líftími kortasjáa hefur verið nokkuð til umræðu vegna hraðra breytinga í tækni á netinu. Það virðist vera að fáar kortasjár séu opnar lengur en áratug án umtalsverðra uppfærslna eða breytinga. (meira…) Lesa meira...
- Loftmyndasöfn – Bætt vefaðgengi? (120)
21. október, 2019„Loftmyndasafn Íslands“ er ekki til sem slíkt. Hugmyndin um það snýst ekki um tiltekið húsnæði eða stað þar sem einhver starfsmaður veitir upplýsingar um loftmyndir af Íslandi. (meira…) Lesa meira...
- Ný lýsigagnagátt LMÍ (119)
30. september, 2019Meðal lykilstoða INSPIRE tilskipunarinnar á sviði stafrænna landupplýsinga í Evrópu eru samræmdar lýsigagnagáttir sem veita eiga upplýsingar til almennings um landfræðileg gagnasett í hverju landi álfunnar. (meira…) Lesa meira...
- Um ný örnefni á hafsvæðum og landgrunni (118)
8. ágúst, 2019Áhugi á örnefnum er mikill á Íslandi sem sýnir sig með ýmsu móti. Birting slíkra nafna á kortum getur verið sérstaklega viðkvæm, þar sem margir hafa bæði skoðanir á nöfnunum sjálfum og síðan staðsetningu þeirra (meira…) Lesa meira...
- Gamlar greinar um landfræði Íslands (117)
24. júlí, 2019Á 19. öld varð mikil gróska í útgáfu sérhæfðra landfræðitímarita í mörgum löndum Evrópu. Nokkur þessara tímarita koma enn út og eiga því sum þeirra töluvert á annað hundrað ára samfellda útgáfusögu. (meira…) Lesa meira...
- Íslensk kortaöpp (116)
9. júlí, 2019Þó að á þessum vettvangi hafi verið fjallað mikið um margvísleg landfræðileg gagnamálefni og birtar upplýsingar um kortaverkefni sem aðgengileg hafa verið á netinu (meira…) Lesa meira...
- Um gagnaskort og stórstraumsfjörumörk (115)
25. júní, 2019Hvað er til ráða ef stofnun sem hefur ákveðna sérhæfingu og starfsmenn með sérfræðiþekkingu á tilteknu sviði fær ekki fjármagn til að afla ákveðinnar gerðar gagna á starfssviði sínu, (meira…) Lesa meira...
- Landrænar niðurhalsþjónustur (114)
7. júní, 2019Niðurhalsþjónustur eru meðal lykilþátta INSPIRE tilskipunarinnar. Þeim er ætlað að veita notendum landfræðilegra gagnasetta og landrænna vefþjónusta aðgang að þeim gögnum sem eru fáanleg og þá er gert ráð fyrir að notkunin (meira…) Lesa meira...
- Landkönnun.is (113)
26. maí, 2019Hefðbundin kort, loftmyndir og gervitunglagögn eru, fyrir utan stafræn landupplýsingagögn, þekktustu tegundir landfræðilegra gagna. Nú á tímum stafrænnar tækni og opins aðgengis (meira…) Lesa meira...
- Mikilvægi kortasjáa og landrænna vefgátta (112)
9. maí, 2019Mikilvægi vefsíðna er oft metið út frá fjölda þeirra sem skoða tiltekna vefsíðu eða einstaka hluta hennar á ákveðnu tímabili. Mælingarnar fara fram með margvíslegum hætti. (meira…) Lesa meira...
- Fjölþjóðlegar kortasjár og íslensk gögn (111)
26. apríl, 2019Áhugi virðist hafa vaxið mjög á liðnum árum á að skipuleggja og vinna fjölþjóðlegar kortasjár á ýmsum sértækum sviðum. Annars vegar er um að ræða kortasjár þar sem efni er safnað á einn stað frá mörgum löndum (meira…) Lesa meira...
- Landrænar tæknilýsingar (110)
12. apríl, 2019Bætt aðgengi að gögnum á ólíkum sviðum samfélagsins einkum gegnum netið leiðir til aukinnar umræðu á öðrum sviðum um betri gögn og bætt aðgengi að þeim. Þessi umræða, til dæmis í tengslum við INSPIRE (meira…) Lesa meira...
- Samhæfing í fjölþjóðlegum gagnasettum (109)
22. mars, 2019Með INSPIRE tilskipuninni kom fram stefna Evrópusambandsins á sviði stafrænna landupplýsinga, byggð á hugmyndum um grunngerð landrænna gagna eða SDI (Spatial Data Infrastructure). (meira…) Lesa meira...
- Ljósmyndir úr veðurflugi í heimsstyrjöldinni (108)
7. mars, 2019Í orrustunni um Atlantshafið í heimsstyrjöldinni síðari var töluvert um veðurflug þýskra flugvéla yfir Íslandi. Heimildir um þessar flugferðir koma meðal annars fram í bók um þessi málefni þar sem lýst er slíku flugi (meira…) Lesa meira...
- Skráning og aðgengi loftmynda (107)
25. febrúar, 2019Loftmyndasöfn heimsins eru á margan hátt eins ólík og þau eru mörg og það hefur ekki svo vitað sé náðst sérstök samstaða um samræmingu í loftmyndaskráningu innan landa eða milli landa. (meira…) Lesa meira...
- Landfræðileg frumgögn í formi skjala (106)
7. febrúar, 2019Landfræðileg gögn fara oft í gegnum langt ferli þar til þau komast á það form sem við notum þau með almennum hætti í daglegu lífi eða sem sérfræðingar í starfstengdum verkefnum. (meira…) Lesa meira...
- Loftmyndir eða gervitunglagögn? (105)
22. janúar, 2019Meðan járntjaldið svonefnda, sem klauf Evrópu frá norðri til suðurs, var við lýði á tímum kalda stríðsins ríkti mikil tortryggni milli svokallaðs austurs og vesturs. Þetta teygði sig að sjálfsögðu einnig inn í korta- og landmælingageirann (meira…) Lesa meira...
- Að framfylgja INSPIRE tilskipuninni (104)
5. janúar, 2019Það hljóta allir sem vinna með landfræðileg gögn að vera sammála um mikilvægi þess að geta haft góða yfirsýn yfir hvað til er af stafrænum gagnasettum, vita til dæmis úr hverju þau eru gerð, sjá hvaða svæði þau sýna (meira…) Lesa meira...
- Aðgengis- og varðveislustefnu vantar (103)
19. desember, 2018Samhæfing verkefna sem falla undir fagsvið upplýsingafræði landrænna gagna verður að byggjast á stefnu um aðgengismál og varðveislu slíkra gagna, en opinber stefna í þessum málaflokki er ekki til. (meira…) Lesa meira...
- Loftmyndamarkaðurinn eftir aldamótin (102)
6. desember, 2018Með tilkynningu Loftmynda ehf. haustið 2007 um nýja heildarmynd af Íslandi sem byggði á loftmyndum, eftir áratugarlanga myndatöku, urðu tímamót í sögu loftmynda og landupplýsingavinnslu hér á landi. (meira…) Lesa meira...
- Reglubundið loftmyndaflug á Íslandi (101)
22. nóvember, 2018Fyrsta loftmyndaflug á Íslandi þar sem teknar voru loftmyndir lóðrétt með yfirgripi og hliðarskörun í myndatöku eftir fyrirfram skipulögðum samsíða fluglínum var flug herkortastofnunar Bandaríkjanna AMS (meira…) Lesa meira...
- „Víti“ og fleiri örnefni í Öskju (100)
8. nóvember, 2018Örnefni eru mikilvæg af ýmsum ástæðum og rétt meðferð þeirra og framsetning á kortum er algjört grundvallaratriði í skráningu og birtingu upplýsinga um landið. Ef þekkingu skortir hins vegar á tilurð örnefna (meira…) Lesa meira...
- Um skannagögn úr flugvélum (99)
29. október, 2018Upplausn gervitunglagagna á fyrstu áratugunum eftir 1972, var lítil miðað við það sem nú er. Það byggðist hins vegar ekki endilega á því að tækin væru ekki með góða upplausn miðað við þeirra tíma tækni, (meira…) Lesa meira...
- Landrænn rammi í gagnaleit (98)
8. október, 2018Í lýsigagnastöðlum kemur fram hugtakið „Geographic bounding box“ sem hefur stundum verið nefnt „landrænn rammi“ á íslensku. Þeirri þýðingu hefur á einhvern hátt verið ætlað að vera lýsandi, en hugsanlega eru til (meira…) Lesa meira...
- Mörk svæða frá fyrri tíð (97)
24. september, 2018Þegar birta þarf svæðistengdar upplýsingar í kortasjám verða að vera til hentug gagnasett sem sýna skiptingu lands í samræmi við þau gögn sem um ræðir. Þetta geta verið mjög ólíkar kortaþekjur eins og (meira…) Lesa meira...
- Dublin Core og landfræðileg gögn (96)
13. september, 2018Með auknu upplýsingaflóði sem fylgdi stafrænum gögnum og nýjum gerðum og formi gagna kom fram þörf fyrir að finna leið til að skrá upplýsingar um ólík gögn, eldri sem ný rafræn gögn, með samstilltum kjarna skráningaratriða. (meira…) Lesa meira...
- Hlutverk og staða kortasafna (95)
30. ágúst, 2018Bókasöfn eru af margvíslegum gerðum. Við þekkjum almenningsbókasöfn, skólabókasöfn, rannsóknabókasöfn stofnana og þjóðbókasöfn eins og Landsbókasafn Íslands, svo eitthvað sé nefnt. (meira…) Lesa meira...
- Dreifð „landgagnasöfn“ – Samræmt aðgengi (94)
16. ágúst, 2018Fyrir um tveimur áratugum, nánar tiltekið árið 1998 birtist lykilgrein í bandarísku tímariti eftir Dr. Michael Goodchild og bar hún einfaldlega heitið „The Geolibrary“. Þar var fjallað um aðgengi landfræðilegra gagna í söfnum (meira…) Lesa meira...
- Þróun kortaleitar eftir blaðskiptingum (93)
30. júlí, 2018Í hefðbundinni bókaskráningu gegnum tíðina hafa skráningarþættir eins og „höfundur, titill og flokksnúmer“ yfirleitt verið taldir mikilvægustu skráningarþættirnir og í skráningu korta í bókasöfnum hefur sama vinnulag gjarnan (meira…) Lesa meira...
- Umræðan um hnattræn gagnasett (92)
16. júlí, 2018Þegar við opnum kortasjár á netinu vill oft gleymast hvernig við komumst þangað sem við erum stödd á sviði aðgengis að landfræðilegum gögnum. Innleiðing nýrrar tækni með landupplýsingakerfum (meira…) Lesa meira...
- Örfilmur og skráning loftmynda LMÍ (91)
29. júní, 2018Um 1980 var talið að fjöldi loftmynda í myndasafni Landmælinga Íslands væri orðinn nálægt 100.000 loftmyndir, en elstu myndirnar voru frá árinu 1937. Ljósmyndavinnsla úr safninu (snertimyndir og stækkanir) stóð á þeim tíma undir (meira…) Lesa meira...
- Skráning og aðgengi loftmyndasafna (90)
7. júní, 2018Til að geta veitt gott aðgengi að efni loftmyndasafna þarf að koma til ítarleg og vönduð myndaskráning. Möguleikar til að skrá loftmyndir eru margvíslegir en almennt verður að segja að ekki er vitað til að gerðar hafi verið markvissar tilraunir (meira…) Lesa meira...
- Eldri gervitunglagögn í söfnum á Íslandi (89)
17. maí, 2018Aðbúnaður eldri gervitunglagagna á Íslandi hefur ekki verið talinn góður þegar litið er til varðveisluskilyrða, eins og fram kom í könnun frá árinu 2006, (meira…) Lesa meira...
- Íslandskort Breta 1940-1941 (88)
3. maí, 2018Þegar Bretar hernámu Ísland í maí 1940 höfðu Þjóðverjar þegar hertekið Danmörku og höfðu þar með fullan aðgang að öllum kortagögnum, mælingum, loftmyndum og öðrum gögnum sem Geodætisk Institut var að (meira…) Lesa meira...
- Kort DMA og samstarf við Landmælingar (87)
20. apríl, 2018Eftir miðja síðustu öld þegar AMS (Army Map Service) hafði gefið út Íslandskortin í mælikvarða 1:50 000 (C762) og minni mælikvörðum fól NATO bandarísku kortastofnuninni að kortleggja Ísland í mælikvarða (meira…) Lesa meira...
- Kortagerð AMS á Íslandi (86)
5. apríl, 2018Ritaðar heimildir um kortagerð og útgáfu bandarísku herkortastofnunarinnar Army Map Service (AMS) af Íslandi eftir seinni heimsstyrjöldina hafa ekki fundist svo vitað sé. Það eina sem vitað er um á prenti (meira…) Lesa meira...
- Kortagerð Dana á Íslandi – Veggkort (85)
21. mars, 2018Ein undirgrein og afurð frá kortavinnu Geodætisk Institut af Íslandi var gerð veggkorta af landinu. Veggkortin voru til í skólum á öllum skólastigum og um allt land og voru á sínum tíma undirstaða allrar landfræðikennslu (meira…) Lesa meira...
- Kortagerð og útgáfa í mælikvarða 1:250 000 (84)
8. mars, 2018Þegar Atlasblöðin (1:100 000) voru til orðin af hluta landsins leið ekki á löngu þar til farið var að huga að nýrri kortaröð í mælikvarða 1:250 000, en elsta kortblaðið í þeirri kortaröð er líklega af Suðvesturlandi gefið út árið 1930. (meira…) Lesa meira...
- Atlasblöðin – 1:100 000 (83)
23. febrúar, 2018Fjórðungsblöðin í mælikvarða 1:50 000 og Atlasblöðin í mælikvarða 1:100 000 hafa í almennri umræðu hér á landi gegnum tíðina oft verið nefnd „Herforingjaráðskortin“, þó að strangt til tekið hafi Fjórðungsblöðin (meira…) Lesa meira...
- Fjórðungsblöð Dana – 1:50 000 (82)
1. febrúar, 2018Hin raunverulega kortagerð landmælingadeildar danska herforingjaráðsins (Generalstabens topografiske afdeling) hófst árið 1902, eftir grunnlínumælingar árið 1900, (meira…) Lesa meira...
- Um kortagerð og gögn Dana 1900-1944 (81)
17. janúar, 2018Landmælingar og kortagerð Dana á Íslandi á tímabilinu 1900 til 1944 er af flestum talið merkasta kortagerðarverkefni Íslandssögunnar. Um sögu þessa gríðarmikla verkefnis, sem einhverjir hafa talið hafa verið allt að 1000 ársverk, (meira…) Lesa meira...
- Loftmyndasafn Landmælinga Íslands (80)
4. janúar, 2018Loftmyndasafn Landmælinga Íslands geymir loftmyndir sem hafa í meginatriðum tvenns konar uppruna. Annars vegar loftmyndir sem teknar hafa verið á vegum stofnunarinnar sjálfrar og hins vegar myndir teknar á vegum erlendra aðila, (meira…) Lesa meira...
- Loftmyndasafn Samsýnar (79)
14. desember, 2017Þegar fyrirtækið Samsýn ehf hóf loftmyndatökuflug á Íslandi bættist þriðja loftmyndasafnið við hér á landi, en safnið geymir nokkra tugi þúsunda loftmynda, flestar stafrænar. (meira…) Lesa meira...
- Loftmyndasafn Loftmynda ehf (78)
30. nóvember, 2017Með tilkomu loftmyndaflugs á vegum fyrirtækisins Loftmynda ehf árið 1996 varð til nýtt loftmyndasafn á Íslandi. Myndir hafa verið teknar á hverju ári síðan (meira…) Lesa meira...
- Kortasafn Landmælinga Íslands (77)
13. nóvember, 2017Landmælingar Íslands voru fram á þessa öld hin eiginlega kortagerðarstofnun Íslendinga. Þar með er ekki verið að segja að stofnunin sé það ekki enn í stafrænum nútíma skilningi. (meira…) Lesa meira...
- Kortasafn Landsbókasafns Íslands (76)
3. nóvember, 2017Kortasafn Landsbókasafns er lykilkortasafn Íslands. Þar eru varðveitt útgefin Íslandskort frá 16. öld fram á okkar daga. Safnið byggir á langri skráningar- og varðveisluhefð (meira…) Lesa meira...
- Íslandsmyndir byggðar á SPOT gögnum (75)
16. október, 2017Við kaup á SPOT gervitunglagögnum af öllu landinu skapaðist gjörbreytt staða sem leiddi af sér umræður um gerð nýrrar heildarmyndar af Íslandi. Fyrsta SPOT heildarmyndin var gerð 2006 og þurfti um 70 myndir (meira…) Lesa meira...
- Flugdiskurinn – Á flugi yfir Íslandi (74)
2. október, 2017Með tilkomu Google Earth á netinu árið 2005 og síðan fleiri hnattrænna vefverkefna varð mögulegt að skoða alla jörðina á gervitunglamyndum gegnum (meira…) Lesa meira...
- Íslandsmyndir byggðar á Landsat TM gögnum (73)
19. september, 2017Reynslan af gerð þriggja fyrstu heildarmyndanna af Íslandi eftir Landsat gervitunglagögnum sem lauk 1993 leiddi af sér hugmyndir um frekari gagnavinnslu og nýjar heildarmyndir af landinu. (meira…) Lesa meira...
- Gróðurmynd og Landsat gögn (72)
7. september, 2017Alþingi samþykkti árið 1991 þingsályktun um „Kortlagningu gróðurlendis Íslands“ þar sem gert var ráð fyrir að nýta gervitunglagögn til vinnslu heildarmyndar af öllu landinu til að sýna gróðurþekju landsins. (meira…) Lesa meira...
- Gervitunglagögn frá SPOT (71)
23. ágúst, 2017Þegar franska SPOT-1 gervitunglinu var skotið á loft 21. febrúar 1986 hafði verkefnið verið átta ár í undirbúningi, eða frá árinu 1978. Í millitíðinni höfðu Svíar og Belgar orðið þátttakendur að hluta í verkefninu, (meira…) Lesa meira...
- Gervitunglagögn frá Landsat 4 og 5 (70)
8. ágúst, 2017Þegar Landsat-4 gervitungli Bandaríkjamanna var skotið á loft 16. júlí 1982 kom ný tegund gervitunglagagna, TM gögn (Thematic Mapper), á markaðinn. Upplausn gagnanna sem þar urðu aðgengileg var 30x30 metrar (meira…) Lesa meira...
- Gervitunglagögn frá Landsat 1, 2 og 3 (69)
4. júlí, 2017Þegar Landsat gervitunglaáætlun Bandaríkjamanna var skipulögð var ákveðið að heiti gervitunglanna yrði ERTS (Earth Resources Technology Satellites). Fyrsta gervitunglinu var skotið á loft 23. júlí 1972 (meira…) Lesa meira...
- Um upphaf loftmyndatöku (68)
20. júní, 2017Loftmyndir eru ómetanlegar heimildir, sem nýtast okkur á margvíslegan hátt. Notkun loftmynda og annarra fjarkönnunargagna hefur gjörbreytt því hvernig við sjáum og skynjum jörðina og umhverfið. (meira…) Lesa meira...
- Skrá um „íslensk“ gervitunglagögn (67)
7. júní, 2017Fyrstu verkefnin sem miðuðust við að veita yfirsýn yfir þau gervitunglagögn sem aflað var, byggðust á kynningarefni um brautir gervitungla og reitakerfi hvers gervitungls, sem afmarkaði hvaða gögn var hægt að kaupa. (meira…) Lesa meira...
- Kerfisbundin söfnun gervitunglagagna (66)
29. maí, 2017Þær gervitunglamyndir af Íslandi sem teknar hafa verið frá upphafi eru líklega orðnar einhverjir tugir þúsunda á hálfum fimmta áratug. (meira…) Lesa meira...
- Fjarkönnunarnefndir RANNÍS (65)
16. maí, 2017Segja má að Íslendingar hafi tekið tiltölulega fljótt við sér varðandi stefnumótun á sviði fjarkönnunar, eftir að fyrstu skýjalausu Landsat gervitunglamyndir af Íslandi voru teknar árið 1972. (meira…) Lesa meira...
- Ferðalag loftmyndar af Ljósafossvirkjun (64)
4. maí, 2017Sumarið 1937, nánar tiltekið 30. ágúst, tóku Danir loftmyndir af Ljósafossvirkun sem þá var í byggingu. Um er að ræða skámyndir, tvær myndir með nægjanlegri skörun til að skoða þær í þrívídd. (meira…) Lesa meira...
- Um loftmyndir Dana 1949 og ónýtar filmur (63)
20. apríl, 2017Sá loftmyndaflokkur sem fæstir þekkja úr sögu loftmyndatöku frá Íslandi geymir líklega myndir sem taldar eru teknar sumarið 1949 af Reykjavík og nágrenni. Vitað er að dönsk flugvél kom til Íslands (meira…) Lesa meira...
- Landræn upplýsingaverkefni – Styrkir (62)
29. mars, 2017Hvað sem segja má um mikilvægi og forgangsröðun landfræðilegra upplýsingaverkefna, þá er forsenda allra slíkra verka áhugi einstaklinga, hvort sem þeir eru starfsmenn stofnana sem vinna slík verkefni innan fjárheimilda, hvort sem þeir (meira…) Lesa meira...
- Landakort.is 10 ára (61)
14. mars, 2017Landakort.is er 10 ára um þessar mundir. Um er að ræða vefgátt fyrir landfræðilegar upplýsingar á Íslandi og tilheyrir hún flokki landrænna tenglagátta (e. catalog geoportals), en megintilgangur þeirra (meira…) Lesa meira...
- Loftmyndir Bandaríkjamanna 1945-1946 (60)
28. febrúar, 2017Eftir að Bandaríkjamenn tóku við af Bretum í hernámi Íslands 1941 munu þeir hafa tekið nokkuð af loftmyndum, sem lítið er þó vitað um. Að minnsta kosti eru ekki til afrit hér á landi af mörgum (meira…) Lesa meira...
- Loftmyndataka Þjóðverja yfir Íslandi 1942 (59)
13. febrúar, 2017Þegar orrustan um Atlantshafið harðnaði hóf njósnadeild þýska flughersins í Stafangri í Noregi skipulagða loftmyndatöku með öflugum myndavélabúnaði af hernaðarlega mikilvægum svæðum á Íslandi. (meira…) Lesa meira...
- Loftmyndataka Breta á Íslandi 1940 – 1941 (58)
30. janúar, 2017Við komu breska hersins til Íslands í maí 1940 hafði hernámsliðið hvorki aðgang að viðunandi kortum né loftmyndum af Íslandi. Þjóðverjar höfðu hertekið Danmörku og þar með höfðu þeir aðgang að öllum kortum, (meira…) Lesa meira...
- Loftmyndataka Dana á Íslandi 1937-1938 (57)
16. janúar, 2017Danska kortastofnunin Geodætisk Institut skipulagði töku loftmynda á Íslandi á sumarmánuðum 1937 og 1938 með það að markmiði að ljúka kortagerð af landinu í mælikvarða 1:100 000, (meira…) Lesa meira...
- Ljósmyndir úr flugi yfir Íslandi 1919-1937 (56)
3. janúar, 2017Þegar ljósmyndatæknin tók að þróast undir miðja nítjándu öldina leið ekki á löngu þar til fyrstu ljósmyndir voru teknar úr loftbelgjum, en fyrst slíkra ljósmynda er talin tekin úr lofti nálægt París í Frakklandi 1858. (meira…) Lesa meira...
- Kortasafn.is 2007-2014 (55)
16. desember, 2016Nokkur umræða hefur orðið hérlendis á liðnum árum um útgefin og óútgefin eldri kort, sem víða eru óskráð eða lítt skráð og geymd í geymsluhúsnæði stofnana, sveitarfélaga og safna. (meira…) Lesa meira...
- Áhrif stjórnsýslulegra breytinga (54)
5. desember, 2016Oft er um það rætt að mestu máli skipti að hafa eldtraustar, og hita- og rakastilltar geymslur til varðveislu gagna. Það má til sanns vegar færa, en oft er þó vanmetið að áhrifavaldar úr hinu ytra umhverfi geta ekki síður verið hættulegir (meira…) Lesa meira...
- Kennsluefni um kortasjár (53)
21. nóvember, 2016Kortasjár eru afar margvíslegar að gerð og taka hugbúnaður, tækni og viðmót stöðugum breytingum. Framsetning kortagagna fer í auknum mæli fram á Netinu og hefur sú þróun verið hraðvaxandi á liðnum árum. (meira…) Lesa meira...
- Kort í teikningasöfnum (52)
8. nóvember, 2016Teikningasöfn margra opinberra stofnana eru fjársjóðir af heimildum. Þau eru misstór eins og gengur og misjöfn að innihaldi, jafnvel mjög lítt skráð og skráning ekki samræmd. (meira…) Lesa meira...
- Hugtakið „fjarkönnunargögn“ (51)
1. nóvember, 2016Fjarkönnun sem þýðing á enska hugtakinu „Remote Sensing“ þ.e. einhvers konar könnun úr fjarlægð, kemur líklega fyrst fram hér á landi þegar gervitunglagögn fóru að berast til landsins í miklum mæli eftir að fyrsta Landsat (meira…) Lesa meira...
- Kortasafn Orkustofnunar (50)
25. október, 2016Kortasafn Orkustofnunar samanstendur annars vegar af kortum sem orðið hafa til í starfsemi stofnunarinnar og hjá forvera hennar Raforkumálaskrifstofunni og hins vegar af kortum sem aflað hefur verið (meira…) Lesa meira...
- Landsverkefni um kortaskrá og kortavefsjá (49)
18. október, 2016Það er mikilvægt fyrir notendur korta að geta leitað í góðum samræmdum kortaskrám á Netinu auk þess að geta fundið kort eftir kortblaðaskiptingum í kortasjám. Einungis þannig er mögulegt að tryggja að þeir sem þurfa að nota kort (meira…) Lesa meira...
- Netaðgengi að upplýsingum um íslensk kort (48)
11. október, 2016Með þeirri tækni sem komið hefur fram fyrir kortasjár á undanförnum tveimur áratugum hefur orðið bylting í möguleikum til að birta gagnaþekjur með afmörkun kortblaða í einstökum kortaflokkum. (meira…) Lesa meira...
- Fjarkönnunargögn, kortaflokkar og kortasjár (47)
3. október, 2016Framsetning og skráning lýsigagna fyrir stafræn landræn gagnasett á stofnunum er í meginatriðum tvenns konar. Annars vegar vegna notkunar innan stofnana eða á þeirra vegum og hins vegar vegna birtingar í samstarfsverkefnum (meira…) Lesa meira...
- Landrænn lýsigagnagrunnur hjá stofnunum (46)
26. september, 2016Til þess að halda utan um landræna gagnaflokka og gagnasett er nauðsynlegt að upplýsingar um gögnin séu vel skráðar. Við skráninguna verða til gögn um gögn eða svonefnd lýsigögn, en við sérhverja uppfærslu gagnasetts (meira…) Lesa meira...
- Hugleiðingar um stöðu lýsigagnamála (45)
19. september, 2016Opið aðgengi að landrænum gögnum byggir mjög á því að til verði vel skilgreind, skipulögð og samhæfð landræn gagnasett, sem birta má meðal annars í kortasjám og landgáttum af ýmsu tagi á Netinu. (meira…) Lesa meira...
- Samtök kortasafna, LIBER Map Group/MAGIC (44)
13. september, 2016Kortasöfn sem stofnanir eiga sér langa sögu. Þekktasta kortasafn fornaldar var stofnað í Alexandríu í Egyptalandi nokkru fyrir Krists burð og áttu áhrif safnsins eftir að verða mikil um aldir. (meira…) Lesa meira...
- EuroMapFinder og EuroGeographics (43)
6. september, 2016EuroGeographics samtökin voru formlega stofnuð árið 2002, en samtökin tóku við af CERCO sem samtök forstjóra evrópskra kortastofnana. Á þessum tíma hafði fjölgað mjög í CERCO samtökunum (meira…) Lesa meira...
- Gagnasamstarf í Evrópu á tímum CERCO (42)
30. ágúst, 2016CERCO (e. European Committee of Official Mapping Agencies) voru samtök forstjóra kortastofnana innan Evrópu. Upphaf samtakanna má rekja aftur til áranna 1979-1980, þegar forstjórar nokkurra kortastofnana í vestur Evrópu (meira…) Lesa meira...
- Landfræðilegt eða landrænt (41)
23. ágúst, 2016Þeir sem lærðu landafræði í barna- og gagnfræðaskóla fyrir áratugum síðan, þ.e. fyrir daga samfélagsfræðinnar, þekkja áhersluna á fróðleik um Ísland auk þess að læra um önnur lönd og þjóðir, það sem almennt hefur verið nefnt (meira…) Lesa meira...
- Að þýða „Spatial Data Infrastructure“ (40)
16. ágúst, 2016Hugmyndafræði grunngerðar á sviði landupplýsinga hefur verið mikið í umræðunni síðasta aldarfjórðunginn. Á ensku er talað um Spatial Data Infrastructure (SDI) sem skiptist í meginatriðum í hnattræna grunngerð (e. Global SDI), (meira…) Lesa meira...
- Tilraunaverkefni – Kortavefsjá 1:25 000 (39)
9. ágúst, 2016Litlar umræður hafa farið fram um mikilvægi íslenskrar kortavefsjár, þ.e. kortasjár til að sýna blaðskiptingar kortaflokka, kortaskrár og myndir af kortum sem gerð hafa verið og varðveitt eru í söfnum og á stofnunum. (meira…) Lesa meira...
- Forgengilegar landupplýsingar (38)
26. júlí, 2016Vefsíður og kortasjár geta horfið af Netinu af mörgum ástæðum. Slíkt getur til dæmis gerst vegna netárása eða mistaka í umsýslu á vefþjónum hjá vistunaraðilum, eins og gerðist fyrir nokkru varðandi vistun "landakort.is" (meira…) Lesa meira...
- Aðgengi að kortum í Orkuvefsjá (37)
5. júlí, 2016Upplýsingar um helstu kort Orkustofnunar (OS) hafa verið aðgengilegar á Netinu um árabil, þar sem bæði má leita á vefsíðu stofnunarinnar í kortaskrá og kalla fram í Orkuvefsjá ramma sem sýna öll svæðin sem kortin þekja. (meira…) Lesa meira...
- Kortagerð í mælikvarða 1:25 000 (36)
28. júní, 2016Samræmd kortagerð á Íslandi í mælikvarða 1:25.000 hófst fyrir rúmum þremur áratugum, en helstu kortaraðir af landinu höfðu fram að því verið í mismunandi mælikvörðum, blaðskiptingum og vörpunum. (meira…) Lesa meira...
- Jarðkönnunarkort (35)
14. júní, 2016Íslenskar stofnanir hafa stundum þurft að fara út fyrir hefðbundið verksvið sitt til að vinna verkefni sem eru jafnvel ekki beinlínis hluti af þeirra lagalega hlutverki. Ástæðurnar eru oft þær að ekki eru til nauðsynleg gögn frá öðrum með (meira…) Lesa meira...
- Orkugrunnkort (34)
6. júní, 2016Margar stofnanir og sveitarfélög á Íslandi búa yfir kortagögnum af alls konar formum og gerðum, sem orðið hafa til í starfseminni á löngum tíma. Aðgengi að gögnunum er oft takmarkað og jafnvel fáir sem vita um tilvist þeirra. (meira…) Lesa meira...
- Um stofnanabreytingar og kortagögn (33)
30. maí, 2016Skipulagi stjórnsýslunnar á Íslandi hefur á liðnum áratugum verið breytt með ýmsum hætti sem birtist í því að stofnanir hafa verið lagðar niður, þeim skipt upp, starfsemi úr ólíkum stofnunum sameinuð eða hluti af starfseminni einkavæddur. (meira…) Lesa meira...
- Kortasjár – Afritun og heimildir (32)
24. maí, 2016Fjöldi íslenskra kortasjáa frá upphafi er eitthvað á annað hundrað þegar allt er talið, en hins vegar skortir algerlega upplýsingar um nákvæman fjölda þeirra, gerðir, tilgang og sögu. (meira…) Lesa meira...
- Samstarfsverkefni um kortasjár (31)
17. maí, 2016Framboð landrænna gagna í kortasjám á Netinu hefur vaxið gríðarlega á síðustu tveimur áratugum. Á þeim tíma hafa orðið miklar framfarir í hugbúnaðargerð og lausnir til birtingar taka stöðugum framförum. (meira…) Lesa meira...
- INSPIRE landgáttin (30)
11. maí, 2016Árið 2011 var opnaður á Netinu nýr landrænn lýsigagnavefur, INSPIRE Geoportal. Markmiðið var að fylgja eftir tilskipun Evrópusambandsins um INSPIRE (Infrastructure for Spatial Information in Europe). (meira…) Lesa meira...
- Grunngerð landupplýsinga – Aðgerðaáætlun (29)
6. maí, 2016Hugtakið Spatial Data Infrastructure (SDI) hefur verið þýtt á íslensku sem grunngerð landupplýsinga. Það hefur einkum verið notað á þremur stigum: GSDI, RSDI og NSDI (Global, Regional og National). (meira…) Lesa meira...
- Landupplýsingagátt (28)
25. apríl, 2016Með tilkomu hugmyndafræði grunngerðar landupplýsinga (Spatial Data Infrastructure) og INSPIRE verkefnis Evrópusambandsins sem nær jafnframt til allra landa á evrópska efnahagssvæðinu er skráning og birting lýsigagna lykilþáttur í gagnaaðgengi. (meira…) Lesa meira...
- Landlýsing 2000-2014 (27)
19. apríl, 2016Árið 2000 var Landlýsing, fyrsti íslenski lýsigagnavefurinn fyrir landupplýsingar opnaður á Netinu. Vefurinn var samstarfsverkefni Landmælinga Íslands og samtaka um landupplýsingar á Íslandi - LÍSA, hugsaður til að birta landræn lýsigögn (meira…) Lesa meira...
- Aðdragandinn að stofnun Landlýsingar (26)
12. apríl, 2016Samtök kortastofnana í Evrópu, CERCO síðar EuroGeographics, höfðu töluverð áhrif á umræður um málefni landrænna lýsigagna í Evrópu, fyrst með GDDD verkefninu (Geographical Data Description Directory) (meira…) Lesa meira...
- Samhæfing á sviði lýsigagna (25)
5. apríl, 2016Landrænir lýsigagnastaðlar hafa þróast samhliða öðrum almennum lýsigagnastöðlum á síðustu tveimur áratugum og eftir að alþjóðlegur landrænn lýsigagnastaðall (ISO 19115) tók gildi árið 2003 hefur mikil vinna farið fram á þessu sviði. (meira…) Lesa meira...
- Orkuvefsjá (24)
29. mars, 2016Þegar Orkuvefsjá yfirtók hlutverk Gagnavefsjár að hluta varð til sérstakur birtingarstaður upplýsinga um staðtengjanleg gögn um Ísland í málaflokkum sem eingöngu eru á ábyrgð Orkustofnunar. (meira…) Lesa meira...
- Landgrunnsvefsjá (23)
23. mars, 2016Landgrunnsvefsjá er hugsuð sem kerfi til innskráningar, utanumhalds og miðlunar upplýsinga um gögn sem tengjast landgrunni Íslands og þá fyrst um sinn einkum af Drekasvæðinu, en hvatinn að verkefninu var fyrsta útboð á sérleyfum (meira…) Lesa meira...
- Náttúruvefsjá 2008-2011 (22)
15. mars, 2016Náttúruvefsjá var samstarfsverkefni nokkurra stofnana þar sem markmiðið var að veita aðgang að upplýsingum úr landfræðilegum gagnasöfnum um náttúru Íslands. (meira…) Lesa meira...
- Gagnavefsjá 2004-2011 (21)
8. mars, 2016Gagnavefsjá var ein af fyrstu stóru kortasjánum hér á landi og var henni ætlað að birta og bæta aðgengi að upplýsingum um valið efni úr gagnagrunni Orkustofnunar (OS), en OS (áður Raforkumálaskrifstofan) hefur safnað gögnum (meira…) Lesa meira...
- Kortasjár – Íslenskur hugbúnaður (20)
1. mars, 2016Kortasjár (e. spatial / geographical portals) eru sérhæfðar vefsíður með hugbúnaði sem gerir það kleift að finna og fá aðgengi að landfræðilegum upplýsingum í gegnum kortaviðmót á netinu. (meira…) Lesa meira...
- Um vefsjár og kortasjár (19)
23. febrúar, 2016Landfræðileg hugtök og fyrirbæri geta stundum vafist fyrir þeim sem eru að vinna með landupplýsingar. Eitt þessara hugtaka er íslenska orðið „vefsjá“, sem kemur fyrir í heitum margra íslenskra vefverkefna, (meira…) Lesa meira...
- Félag Landfræðinga og Landabréfið (18)
16. febrúar, 2016Félag Landfræðinga var stofnað 5. nóvember 1986. Félaginu var ætlað að stuðla að eflingu fræðigreinarinnar landfræði og vera vettvangur háskólamenntaðra landfræðinga fyrir ýmis landfræðileg málefni, (meira…) Lesa meira...
- Landræn vefverkefni (17)
9. febrúar, 2016Möguleikar til að hafa aðgengi að upplýsingum um landræn (landfræðileg) gögn hafa gjörbreyst með netinu. Fjölbreytilegt efni bætist stöðugt við á vefsíðum og í kortasjám, þannig að erfitt getur reynst að hafa yfirsýn yfir nýjustu strauma (meira…) Lesa meira...
- Frumkvæði í varðveislumálum (16)
2. febrúar, 2016Árið 2010 stofnaði LÍSA (Samtök um landupplýsingar á Íslandi) varðveislunefnd til að auka umræðu um varðveislu landfræðilegra gagna, einkum korta, og setja á fót verkefni til að stuðla að öryggi kortagagna af ýmsum toga. (meira…) Lesa meira...
- Landfræðifélagið (15)
26. janúar, 2016Landfræðifélagið var stofnað 23. apríl 1979 og var félagið frá byrjun opið öllum sem áhuga höfðu á landfræði og landfræðilegum málefnum. Landafræði var fyrst kennd innan Heimspekideildar Háskóla Íslands frá haustinu 1951 (meira…) Lesa meira...
- Landræn efnisorð (14)
19. janúar, 2016Á liðnum áratugum hefur orðið bylting í gerð korta og vinnslu annarra upplýsinga sem byggja á staðsetningarhnitum og tengjast afmörkuðum svæðum á yfirborði jarðar. Stafræn tækni á þessu sviði hefur leitt af sér ný hugtök (meira…) Lesa meira...
- Orðalisti LÍSU (13)
12. janúar, 2016Eitt af fyrstu verkefnum LÍSU samtakanna (Samtaka um landupplýsingar á Íslandi) eftir stofnun þeirra árið 1994, var að stofna orðanefnd. Í orðanefndina völdust strax í upphafi valinkunnir sérfræðingar (meira…) Lesa meira...
- LÍSA – Samtök um landupplýsingar á Íslandi (12)
5. janúar, 2016Samtök um landupplýsingar á Íslandi – LÍSA, voru stofnuð 24. mars 1994, í kjölfar tilraunaverkefnis umhverfisráðuneytisins á sviði kortagerðar og stafrænna landupplýsinga. (meira…) Lesa meira...
- Lýsigagnastaðlar og stafræn grunngerð (11)
29. desember, 2015Hugtakið „metadata“, sem þýtt hefur verið með orðinu lýsigögn á íslensku, mun fyrst hafa sést á prenti í handbók frá NASA árið 1988, en fyrsti staðall með orðinu „metadata“ í titli, var landrænn lýsigagnastaðall frá FGDC (meira…) Lesa meira...
- Landræn lýsigögn (10)
22. desember, 2015Lýsigögn, í merkingunni gögn sem lýsa öðrum gögnum (e. metadata), hafa lengi verið búin til og notuð í ýmsum tilgangi. Flestir þekkja spjaldskrár bókasafna og skýringar á kortum, en það eru góð dæmi um lýsigögn (meira…) Lesa meira...
- Kortasagan í kortasjánum (9)
16. desember, 2015Stafræn kort sem birtast í kortasjám verða hluti af kortasögu Íslands eins og hefðbundin kort á filmum eða pappír, en eru líklega sá hluti sögunnar sem auðveldast er að þurrka út og gleyma. (meira…) Lesa meira...
- Kortasaga lýðveldistímans (8)
9. desember, 2015Saga kortagerðar á lýðveldistímanum á Íslandi er brotakennd og að stærstum hluta óskrifuð. Sáralítið finnst af rituðum texta um gerð og útgáfu hinna ýmsu kortaflokka frá þessum tíma. (meira…) Lesa meira...
- Útgefin rit um kortasögu Íslands (7)
2. desember, 2015Kortasaga Íslands heillar marga sem kynnast henni. Þessi saga var lengi framan af fyrst og fremst tengd vinnu erlendra aðila við kortagerð af landinu og útgáfu korta sem þeir gerðu. (meira…) Lesa meira...
- Aðstæður fyrir geymslu gagna (6)
25. nóvember, 2015Lengi hefur það verið þekkt að ýmsir áhrifavaldar í innra umhverfi stofnana hafa áhrif á varðveislumöguleika gagna. Gerðar hafa verið rannsóknir um allan heim á því hvernig beri að tryggja örugga varðveislu í söfnum og geymslum (meira…) Lesa meira...
- Eignarhald og varsla gagna (5)
18. nóvember, 2015Í umróti breytinga á starfsumhverfi stofnana sem öðru hverju verða í stjórnkerfinu, situr oft eftir spurningin um það hver eigi skjöl og gögn eða hverjum þau gögn sem orðið hafa til eiga að tilheyra. (meira…) Lesa meira...
- Þverfagleg menntun (4)
11. nóvember, 2015Þegar kemur að því að tryggja varðveislu hins landræna menningararfs Íslendinga til framtíðar, blasir við að fara verður í sérstaka umræðu um menntunarmál á háskólastigi þar sem þverfagleg sjónarmið ráða för. (meira…) Lesa meira...
- Forgangsverkefni í varðveislu (3)
4. nóvember, 2015Varðveislumál landrænna gagna á Íslandi eru í óvissu vegna skorts á markvissri opinberri stefnu. Takmarkaður áhugi virðist vera innan stofnana og ráðuneyta sem málið varðar að bæta þar úr, (meira…) Lesa meira...
- Heildstæð varðveislustefna (2)
28. október, 2015Það er ekki til varðveislustefna fyrir landræn (landfræðileg) gögn á Íslandi og sú staða háir samræmingu í landrænum varðveislumálum á öllum sviðum. (meira…) Lesa meira...
- Flokkun og form landfræðilegra gagna (1)
21. október, 2015Gögnum má í meginatriðum skipta í tvo grunnflokka eftir því hvort þau eru í eðli sínu staðtengjanleg eða ekki. Landrænum (staðtengjanlegum) gögnum hefur oft verið skipt í fjóra yfirflokka: (meira…) Lesa meira...