júní 2007

Útgáfa nýrra korta og opnun vefsíðu Ferðakorta

Á nýrri vefsíðu Ferðakorta má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins og helstu kortaflokka sem það hefur til sölu, en Iðnmennt ses. eigandi Ferðakorta keypti sem kunnugt er útgáfugrunna og kortalager Landmælinga Íslands fyrr á þessu ári.

Komin er á markað ný prentun af nokkrum vinsælustu kortunum sem áður komu út hjá LMÍ, en þau eru með nýjum kápum og nú seld í plastvösum. Um er að ræða öll þrjú ferðakortin í mælikvarða 1:250 000 sem saman þekja allt landið með mikilli skörun milli kortblaða og hið vinsæla heildarkort af Íslandi, Ferðakort 1:500 000, sem kemur nú í nýrri prentun. Sama er að segja um sérkort Þórsmörk-Landmannalaugar og útivistarkort af Suðvesturlandi. Þá er einnig komin ný prentun af Vegaatlas í mælikvarða 1:200 000, sem er handhæg gormabók í bílinn. Kortin fást á sölustöðum korta um allt land, en sérverslun með kort Ferðakorta er í Iðnú bókabúð, Brautarholti 8, Reykjavík

Fjórðungskort Máls og menningar í nýrri útgáfu

Mál og menning hefur gefið út fjögur ný fjórðungskort af Íslandi í mælikvarða 1:300 000. Kortin ná yfir Suðvesturland, Norðvesturland, Norðausturland og Suðausturland. Við endurgerð kortanna hefur sérstök áhersla verið lögð á nýtt og vandað hæðarlíkan af landinu  í náttúrulegum litum þar sem sérstök áhersla er lögð á gróðurlendur landsins og myndræna skyggingu hálendisins. Fjölmörg náttúrufyrirbæri, eins og fjallgarðar og jöklar, sjást nú mun betur en áður. Lesa meira…

  • Forsíða

    Velkomin á landakort.is

    Landakort.is er vefgátt fyrir landfræðilegar upplýsingar á Íslandi. Birtir eru tenglar í vefsíður sem sýna kortagögn og annað landfræðilegt efni innanlands sem utan. Vefsíðunum er raðað eftir völdum efnisflokkum sem aðgengilegir eru á forsíðu, en stutt skýring fylgir hverri skráningu. Jafnframt eru birtar fréttir um það sem helst er að gerast hér á landi í útgáfumálum korta og landupplýsingaþjónustu á netinu .