nóvember 2007

Kortaskjár IS 50V – Ný vefsjá LMÍ

Landmælingar Íslands hafa birt á vefsíðu sinni nýja vefsjá – Kortaskjá IS 50V. Í vefsjánni eru gögn sem eru að mestu byggð á hinum stafræna kortagrunni Landmælinga Íslands IS 50V. Upplýsingarnar eru sóttar jafnóðum í gagnagrunn og er hægt er að leita eftir örnefnum og heimilisföngum á einfaldan hátt.  Þegar þysjað er inn í kortið birtast hin ýmsu lög grunnsins smám saman. Ekki er hægt að þysja lengra inn en sem nemur mælikvarða 1:10 000. Hægt er að fá fram nánari skýringar vegna notkunar með því að smella á skýringahnapp. Vefsjáin er unnin í samstarfi við fyrirtækið Samsýn.

Ný útgáfa Íslandskorta fyrir Garmin GPS tæki

Fyrirtækið R. Sigmundsson hefur sett á markað nýja uppfærslu á Íslandskorti fyrir Garmin GPS tæki, útgáfu 3,5. Um er að ræða leiðsöguhæf vegakort fyrir allt landið ásamt götukorti af bæjarfélögum, 40.000 örnefnum, yfir 4.000 áhugaverðum stöðum og hæðarlínum með 20 metra bili. Kortin eru ætluð til notkunar í Garmin GPS, PC heimilistölvum eða Windows Mobile handtölvum. Í nýju útgáfunni eru ýmsar viðbætur, lagfæringar og breytingar. Þar má nefna: einfaldari innslátt á heimilisfangi, fleiri og greinilegri slóða og leiðrétta staðsetningu ýmissa sveitabæja og örnefna. Þá hafa upplýsingar um vatnafar verið stórbættar, ný uppistöðulón hafa verið sett inn og viðbætur gerðar á vega- og gatnakerfi svo eitthvað sé nefnt. Kortagögnin er unnin af fyrirtækjunum Samsýn og Hnit hf.

  • Velkomin á landakort.is

    Landakort.is er vefgátt fyrir landfræðilegar upplýsingar á Íslandi. Lesa meira...