Landgrunnsvefsjá og Drekasvæðið
Orkustofnun hefur tekið í notkun nýja vefsjá vegna umsýslu sinnar um auðlindir á landgrunni Íslands, en hana má finna á vefslóðinni www.landgrunnsvefsja.is. Vefsjánni er fyrst um sinn ætlað að gefa yfirlit yfir gögn sem tengjast Drekasvæðinu og gera upplýsingar um þau aðgengilegri á veraldarvefnum, en opnun vefsjárinnar tengist 1. útboði vegna rannsóknaleyfa á kolvetni á norðanverðu Drekasvæðinu. Lesa meira…