Á vegi – Vefsjá um löglegt vegakerfi

Opnaður hefur verið nýr vefur, Á vegi, sem stuðla á að því að vegfarendur haldi sig á þeim vegum sem ætlaðir eru almenningi. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra opnaði vefinn en verkefnið er í umsjá umhverfisráðuneytisins. Landmælingar Íslands hafa lagt til kort, vegnúmeraleit og örnefnaleit til verksins, en auk þeirra kemur Umhverfisstofnun að verkefninu.

  • Forsíða

    Velkomin á landakort.is

    Landakort.is er vefgátt fyrir landfræðilegar upplýsingar á Íslandi. Birtir eru tenglar í vefsíður sem sýna kortagögn og annað landfræðilegt efni innanlands sem utan. Vefsíðunum er raðað eftir völdum efnisflokkum sem aðgengilegir eru á forsíðu, en stutt skýring fylgir hverri skráningu. Jafnframt eru birtar fréttir um það sem helst er að gerast hér á landi í útgáfumálum korta og landupplýsingaþjónustu á netinu .