Opnaður hefur verið nýr vefur, Á vegi, sem stuðla á að því að vegfarendur haldi sig á þeim vegum sem ætlaðir eru almenningi. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra opnaði vefinn en verkefnið er í umsjá umhverfisráðuneytisins. Landmælingar Íslands hafa lagt til kort, vegnúmeraleit og örnefnaleit til verksins, en auk þeirra kemur Umhverfisstofnun að verkefninu.