Pistlar

Almennt um íslenskar kortasjár  (131)

Nothæf tölfræði um íslenskar kortasjár hefur ekki verið fyrir hendi til þessa. Í pistli mínum sem birtur var á landakort.is fyrir meira en fjórum árum* varðandi afritun og heimildir um kortasjár var vakin athygli á þessari staðreynd og velt upp hugmyndum um hvað þyrfti að hafa í huga til að slík tölfræði gæti orðið til. Á árinu 2021 fór ég að huga að því að finna leið til að taka saman drög að slíkri tölfræði, eftir að hafa reynt að afla upplýsinga um eldri sem yngri kortasjár hjá þeim sem þekkja best til þessarar sögu. Lesa meira…

  • Forsíða

    Velkomin á landakort.is

    Landakort.is er vefgátt fyrir landfræðilegar upplýsingar á Íslandi. Birtir eru tenglar í vefsíður sem sýna kortagögn og annað landfræðilegt efni innanlands sem utan. Vefsíðunum er raðað eftir völdum efnisflokkum sem aðgengilegir eru á forsíðu, en stutt skýring fylgir hverri skráningu. Jafnframt eru birtar fréttir um það sem helst er að gerast hér á landi í útgáfumálum korta og landupplýsingaþjónustu á netinu .