Pistlar

Loftmyndasafnið – Nýtt verkefni? (130)

Loftmyndasafnið“ er vísir að nýju tilraunaverkefni, sem gæti í fyllingu tímans veitt samræmdan aðgang í kortasjá að upplýsingum um gamla flokka loftmynda af Íslandi og elstu gervitunglamyndir sem til eru hérlendis. Auk þess mætti taka með gamlar ljósmyndir sem teknar voru fyrr á tíð úr flugförum yfir landinu og gamlar þrívíddarmyndir teknar ofan af fjallstindum vegna kortagerðar. Um er að ræða mikinn fjársjóð myndefnis sem er fjölbreyttur, en um leið mjög ósamstæður. Efniviðurinn er óskannaður en að hluta til skráður með ólíkum aðferðum. Töluvert af þessu myndefni er geymt hjá Landmælingum Íslands, en einnig hjá öðrum stofnunum og söfnum hér á landi og erlendis. Þá er jafnframt þekkt úr bandarískum skrám um myndasöfn að til eru gamlir myndaflokkar af Íslandi sem ekki hafa verið fengnir til landsins.

Lesa meira…
  • Forsíða

    Velkomin á landakort.is

    Landakort.is er vefgátt fyrir landfræðilegar upplýsingar á Íslandi. Birtir eru tenglar í vefsíður sem sýna kortagögn og annað landfræðilegt efni innanlands sem utan. Vefsíðunum er raðað eftir völdum efnisflokkum sem aðgengilegir eru á forsíðu, en stutt skýring fylgir hverri skráningu. Jafnframt eru birtar fréttir um það sem helst er að gerast hér á landi í útgáfumálum korta og landupplýsingaþjónustu á netinu .