Pistlar

Blaðskiptingar íslenskra kortaflokka (124)

Helstu kortaflokkar Íslands eru miðaðir við fastar blaðskiptingar, þar sem landinu er deilt upp í blaðskiptingarreiti og nær þá hvert kortblað yfir einn reit í blaðskiptingunni. Ef auðkenni blaðskiptingarreits er skráð með lýsigögnum korts er mögulegt að sýna í kortasjá hvaða svæði kortið nær yfir og tengja þar við þær upplýsingar sem við á. Til þess að við getum haft gott aðgengi á netinu að helstu kortaflokkum Íslands, þarf að setja fram upplýsingar í sérstakri kortasjá um helstu blaðskiptingar og afmörkun einstakra kortblaða innan þeirra hér á landi. Þetta þurfum við að geta gert á skjá með því að kalla fram upplýsingar gegnum val á reitum á korti.

Lesa meira…