Fixlanda ehf. hefur opnað nýja vefsíðu og netverslun með kort og kortabækur, www.fixlanda.is. Fyrirtækið sérhæfir sig í kortagerð og sölu korta, en þekktustu verkefni fyrirtækisins eru án efa fjölmörg kort sem Hans H. Hansen hefur unnið á undanförnum árum fyrir Mál og menningu, þ.m.t. Kortabók og Íslandsatlas. Fixlanda hefur einnig unnið að ýmsum korta- og landupplýsingaverkefnum fyrir sveitarfélög, fyrirtæki og stofnanir. Í vefversluninni má panta þær vörur sem fyrirtækið hefur unnið og þar er mögulegt að skoða sýnishorn af kortum. Á vefsíðunni eru fjölbreyttar upplýsingar um fyrirtækið, sögu þess og verkefni.