Fjölmörg sveitarfélög nýta sér Infrapath frá Snertli

Snertill hefur undanfarin misseri boðið uppá ýmsar spennandi lausnir með Infrapath landupplýsingakerfinu fyrir sveitarfélög. Korta- og þjónustukerfi Infrapath veitir íbúum þær upplýsingar úr korta- og gagnagrunni sveitarfélagsins, sem leyfilegt er að veita og birta á veraldarvefnum. Á vefsíðu Snertils, undir flipanum Infrapath landupplýsingar, er nú beinn aðgangur að slíkum upplýsingum 12 sveitarfélaga. Þau eru: Akureyri, Dalvíkurbyggð, Grindavík, Grundarfjarðarbær, Hafnarfjarðarbær, Húnaþing vestra, Kópavogsbær, Rangárþing ytra, Reykjanesbær, Seltjarnarnes, Skútustaðahreppur og Snæfellsbær. Infrapath og tengd kerfi eru nú í notkun hjá alls 15 sveitarfélögum hér á landi. Vefásýndin er samræmd með ýmsum valmöguleikum, m.a. er hægt að velja þar milli 6 tungumála, en yfirflokkar kerfisins eru: íbúar, fasteignir, teikningar, skipulag, götur, veitur, umsóknir og þjónusta. Vefur Snertils www.snertill.is og vefsíður viðkomandi sveitarfélaga veita beinan aðgang að áðurnefndum upplýsingum, auk þess sem hægt er að komast í upplýsingar hvers sveitarfélags á forsíðu landakort.is í kaflanum „Vefsjár sveitarfélaga“.

Akureyrarbær gerði nýlega samning við Snertil um kaup á Infrapath landupplýsingakerfinu. Uppsetning kerfisins er nú langt komin og á aðeins eftir að leggja lokahönd á nokkra liði verkefnisins. Hér er um kerfi að ræða sem nýtist til ýmissa innri nota og tæknilegra nota, m.a. handa íbúum, hönnuðum, ferðamönnum og öðrum þeim sem nálgast þurfa kortaupplýsingar. Hér er merkilegur kortavefur á ferðinni sem gefur miklar upplýsingar. Hægt er að nálgast íbúaupplýsingar, fasteignaupplýsingar, teikningar, skipulagsuppdrætti, veituupplýsingar og aðrar kortaupplýsingar. Ennfremur er hægt að klippa út stafræn gögn til notkunar í hönnun, gerð korta og við uppbyggingu landfræðilegra gagnagrunna.

  • Forsíða

    Velkomin á landakort.is

    Landakort.is er vefgátt fyrir landfræðilegar upplýsingar á Íslandi. Birtir eru tenglar í vefsíður sem sýna kortagögn og annað landfræðilegt efni innanlands sem utan. Vefsíðunum er raðað eftir völdum efnisflokkum sem aðgengilegir eru á forsíðu, en stutt skýring fylgir hverri skráningu. Jafnframt eru birtar fréttir um það sem helst er að gerast hér á landi í útgáfumálum korta og landupplýsingaþjónustu á netinu .