Fréttir

Sérkortasafnið (135)

Á forsíðu vefsins „landkönnun.is“ hefur í nokkur misseri verið mögulegt að skoða tvö tilraunaverkefni í formi kortasjáa sem ætlað er að auðvelda framsetningu eldri korta og gamalla loftmynda á netinu, þ.e. „Vefkortasafnið“ og „Loftmyndasafnið“. Nú hefur bæst þar við þriðja kortasjáin „Sérkortasafnið“, sem gefur möguleika á að skrá og birta á einum stað þau kort af Íslandi sem eru hvorki: (1) heildarkort af landinu öllu né (2) hluti af stóru heildarblaðskiptingum kortaflokkanna sem til eru af Íslandi. Framsetningin í Sérkortasafninu byggir í grunninn á sömu hugmynd og veflausn kortasjár sem gerð var hjá Alta vegna kortasafns Orkustofnunar fyrir nokkrum árum. Lesa meira…

  • Forsíða

    Velkomin á landakort.is

    Landakort.is er vefgátt fyrir landfræðilegar upplýsingar á Íslandi. Birtir eru tenglar í vefsíður sem sýna kortagögn og annað landfræðilegt efni innanlands sem utan. Vefsíðunum er raðað eftir völdum efnisflokkum sem aðgengilegir eru á forsíðu, en stutt skýring fylgir hverri skráningu. Jafnframt eru birtar fréttir um það sem helst er að gerast hér á landi í útgáfumálum korta og landupplýsingaþjónustu á netinu .