Íslandsatlas Eddu slær í gegn

Íslandsatlas Eddu útgáfu sem kom út fyrir síðustu jól hefur fengið geysigóðar viðtökur og selst í miklu upplagi. Atlasinn er í stóru broti og sýnir 132 kort í mælikvarðanum 1:100 000 auk efnis um kortasögu Íslands, jarðsögu, jökla og gróðurfar. Kortin geyma rúmlega 43.000 örnefni sem vísað er til örnefnaskrá. Íslandsatlasinn er unninn í samstarfi við fyrirtækið Fixlanda sem er í eigu Hans H. Hansen. Byggt er á grunnngögnum úr IS-50V gagnagrunni Landmælinga Íslands, en þau gögn eru síðan unnin áfram í ArcGIS landupplýsingakerfi og bætt við gögnum úr ýmsum áttum. Nýjar útlínur jökla eru meðal annars frá Orkustofnun, nýjar hæðarlínur af sunnan og vestanverðu landinu frá verkfræðistofunni Hnit. Einnig var stuðst við gögn frá Ferðaklúbbnum 4×4, Landsvirkjun, Fjarhönnun og fleiri aðilum.

  • Forsíða

    Velkomin á landakort.is

    Landakort.is er vefgátt fyrir landfræðilegar upplýsingar á Íslandi. Birtir eru tenglar í vefsíður sem sýna kortagögn og annað landfræðilegt efni innanlands sem utan. Vefsíðunum er raðað eftir völdum efnisflokkum sem aðgengilegir eru á forsíðu, en stutt skýring fylgir hverri skráningu. Jafnframt eru birtar fréttir um það sem helst er að gerast hér á landi í útgáfumálum korta og landupplýsingaþjónustu á netinu .