Kortabók Íslands – Ný útgáfa frá MM

Komin er út ný útgáfa Kortabókar Íslands hjá Máli og menningu. Bókin inniheldur ný kort í mælikvarða 1:300 000, með útliti Íslandsatlass Eddu, sem kom út á síðasta ári. Svipbrigði landsins eru sýnd á 60 kortum sem unnin eru með stafrænni kortatækni og sýna landið allt, frá hæstu tindum til ystu annesja og eyja. Kortabókin er gormabundin í hentugu handbókarbroti og geymir yfir 9000 örnefni. Auk þess eru í henni fjöldi þéttbýliskorta, ítarlegar nafnaskrár og kort yfir tjaldstæði, sundlaugar, söfn og golfvelli. ISBN: 9979-3-2753-7

  • Velkomin á landakort.is

    Landakort.is er vefgátt fyrir landfræðilegar upplýsingar á Íslandi. Lesa meira...