Kortaskjár IS 50V – Ný vefsjá LMÍ

Landmælingar Íslands hafa birt á vefsíðu sinni nýja vefsjá – Kortaskjá IS 50V. Í vefsjánni eru gögn sem eru að mestu byggð á hinum stafræna kortagrunni Landmælinga Íslands IS 50V. Upplýsingarnar eru sóttar jafnóðum í gagnagrunn og er hægt er að leita eftir örnefnum og heimilisföngum á einfaldan hátt.  Þegar þysjað er inn í kortið birtast hin ýmsu lög grunnsins smám saman. Ekki er hægt að þysja lengra inn en sem nemur mælikvarða 1:10 000. Hægt er að fá fram nánari skýringar vegna notkunar með því að smella á skýringahnapp. Vefsjáin er unnin í samstarfi við fyrirtækið Samsýn.

  • Forsíða

    Velkomin á landakort.is

    Landakort.is er vefgátt fyrir landfræðilegar upplýsingar á Íslandi. Birtir eru tenglar í vefsíður sem sýna kortagögn og annað landfræðilegt efni innanlands sem utan. Vefsíðunum er raðað eftir völdum efnisflokkum sem aðgengilegir eru á forsíðu, en stutt skýring fylgir hverri skráningu. Jafnframt eru birtar fréttir um það sem helst er að gerast hér á landi í útgáfumálum korta og landupplýsingaþjónustu á netinu .