Leiðsögutæki í bíla selst vel hjá R. Sigmundsson

R.Sigmundsson hefur verið með til sölu nýtt leiðsögutæki í bíla sem selst hefur vel að undanförnu. Tækið sem er af gerðinni Nüvi 350 og er handhægt leiðsögutæki sem hentar þeim breiða hópi fólks sem vill hafa leiðsögutæki til að nota í bílinn í hálendisferðum á sumrin, en vill jafnframt geta notað tækið erlendis, hvort heldur er til að rata fótgangandi í helgarferðinni eða í bílnum. Tækið fæst bæði með Evrópukorti og Íslandskorti.

  • Forsíða

    Velkomin á landakort.is

    Landakort.is er vefgátt fyrir landfræðilegar upplýsingar á Íslandi. Birtir eru tenglar í vefsíður sem sýna kortagögn og annað landfræðilegt efni innanlands sem utan. Vefsíðunum er raðað eftir völdum efnisflokkum sem aðgengilegir eru á forsíðu, en stutt skýring fylgir hverri skráningu. Jafnframt eru birtar fréttir um það sem helst er að gerast hér á landi í útgáfumálum korta og landupplýsingaþjónustu á netinu .