Um miðjan september var opnaður nýr vefur, Náttúrukortið, en þar er gervitunglamynd af Íslandi sem gefur yfirsýn yfir þau svæði sem hafa verið nýtt eða fyrirhugað er að nýta til orkuframleiðslu eða raska á annan hátt. Svæðin eru merkt inn á myndina og kemur þar fram hvar í “virkjunarferlinu” fyrirhuguð virkjunarsvæði eru, það er að segja hvort framkvæmdir séu hafnar, hvort svæðið sé “í sigtinu” fyrir raforkuframleiðslu eða hvort svæðið sé óraskað. Að Náttúrukortinu stendur Framtíðarlandið, félag áhugafólks um framtíð Íslands.