Náttúrukortið. Nýr vefur á vegum Framtíðarlandsins

Um miðjan september var opnaður nýr vefur, Náttúrukortið, en þar er gervitunglamynd af Íslandi sem gefur yfirsýn yfir þau svæði sem hafa verið nýtt eða fyrirhugað er að nýta til orkuframleiðslu eða raska á annan hátt. Svæðin eru merkt inn á myndina og kemur þar fram hvar í “virkjunarferlinu” fyrirhuguð virkjunarsvæði eru, það er að segja hvort framkvæmdir séu hafnar, hvort svæðið sé “í sigtinu” fyrir raforkuframleiðslu eða hvort svæðið sé óraskað. Að Náttúrukortinu stendur Framtíðarlandið, félag áhugafólks um framtíð Íslands.

  • Forsíða

    Velkomin á landakort.is

    Landakort.is er vefgátt fyrir landfræðilegar upplýsingar á Íslandi. Birtir eru tenglar í vefsíður sem sýna kortagögn og annað landfræðilegt efni innanlands sem utan. Vefsíðunum er raðað eftir völdum efnisflokkum sem aðgengilegir eru á forsíðu, en stutt skýring fylgir hverri skráningu. Jafnframt eru birtar fréttir um það sem helst er að gerast hér á landi í útgáfumálum korta og landupplýsingaþjónustu á netinu .