Ný kortavefsjá fyrir íslenska skóla

Námsgagnastofnun hefur í samstarfi við fyrirtækið Gagarín og Landmælingar Íslands opnað nýja kortavefsjá með upplýsingum um ýmsa þekkta staði á Íslandi, þ.e. ár, eyjar, fjöll, fossa, jökla, stöðuvötn, þéttbýli og þjóðgarða. Mynd frá Mats Wibe Lund birtist ásamt texta um valda staði þegar smellt er á nafn staðar á korti. Hægt er að færa sig til eftir kortinu og draga landshluta nær (þysja inn) og skoða þá aðeins lítinn hluta kortsins. Í nokkrum tilfellum er vísun í nánari upplýsingar um staði á annarri vefslóð. Kortavefsjá af Íslandi.

  • Forsíða

    Velkomin á landakort.is

    Landakort.is er vefgátt fyrir landfræðilegar upplýsingar á Íslandi. Birtir eru tenglar í vefsíður sem sýna kortagögn og annað landfræðilegt efni innanlands sem utan. Vefsíðunum er raðað eftir völdum efnisflokkum sem aðgengilegir eru á forsíðu, en stutt skýring fylgir hverri skráningu. Jafnframt eru birtar fréttir um það sem helst er að gerast hér á landi í útgáfumálum korta og landupplýsingaþjónustu á netinu .