Ný útgáfa Íslandskorta fyrir Garmin 2009

Fyrir nokkru kom á markaðinn ný útgáfa af Íslandskorti fyrir Garmin leiðsögutæki. Um er að ræða vektorkort fyrir Garmin GPS tæki með leiðsöguhæfum vegakortum, ásamt götukorti af bæjarfélögum með heimilisföngum.  Á kortinu eru um 40.000 örnefni, meira en 5.000 áhugaverðir staðir (POI), upplýsingar um vatnafar, þjóðvegi og fjallaslóða, en hæðarlínur eru með 20 metra millibili.  Kortið er ætlað fyrir Garmin GPS, PC og Apple tölvur eða Smart GSM síma.

Meðal nokkurra nýjunga í þessari útgáfu má nefna að tvöfaldir vegir hafa verið skilgreindir á höfuðborgarsvæðinu og í nokkrum bæjarfélögum, nýjustu hverfin í bæjarfélögum hafa bæst við og  þjóðvegir hafa verið lagfærðir eftir breytingar. Þá hefur strandlína verið uppfærð, skóglendi kemur fram, vötn eru skráð í örnefnaflokk og nokkrar gönguleiðir eru komnar inn. Kortin eru fáanleg hjá fjölda söluaðila um allt land.

  • Velkomin á landakort.is

    Landakort.is er vefgátt fyrir landfræðilegar upplýsingar á Íslandi. Lesa meira...