Ný útgáfa Íslandskorta fyrir Garmin GPS tæki

Fyrirtækið R. Sigmundsson hefur sett á markað nýja uppfærslu á Íslandskorti fyrir Garmin GPS tæki, útgáfu 3,5. Um er að ræða leiðsöguhæf vegakort fyrir allt landið ásamt götukorti af bæjarfélögum, 40.000 örnefnum, yfir 4.000 áhugaverðum stöðum og hæðarlínum með 20 metra bili. Kortin eru ætluð til notkunar í Garmin GPS, PC heimilistölvum eða Windows Mobile handtölvum. Í nýju útgáfunni eru ýmsar viðbætur, lagfæringar og breytingar. Þar má nefna: einfaldari innslátt á heimilisfangi, fleiri og greinilegri slóða og leiðrétta staðsetningu ýmissa sveitabæja og örnefna. Þá hafa upplýsingar um vatnafar verið stórbættar, ný uppistöðulón hafa verið sett inn og viðbætur gerðar á vega- og gatnakerfi svo eitthvað sé nefnt. Kortagögnin er unnin af fyrirtækjunum Samsýn og Hnit hf.

  • Forsíða

    Velkomin á landakort.is

    Landakort.is er vefgátt fyrir landfræðilegar upplýsingar á Íslandi. Birtir eru tenglar í vefsíður sem sýna kortagögn og annað landfræðilegt efni innanlands sem utan. Vefsíðunum er raðað eftir völdum efnisflokkum sem aðgengilegir eru á forsíðu, en stutt skýring fylgir hverri skráningu. Jafnframt eru birtar fréttir um það sem helst er að gerast hér á landi í útgáfumálum korta og landupplýsingaþjónustu á netinu .