Nýjar kortasjár fyrir sveitarfélög

Loftmyndir ehf. hafa á liðnum mánuðum unnið svonefndar „kortasjár“ fyrir nokkur sveitarfélög og eru þær flestar byggðar á loftmyndagrunni fyrirtækisins. Mismunandi er þó hvaða upplýsingar eru birtar í hverri vefsjá. Samkvæmt vefsíðu Loftmynda ehf, hafa eftirtalin sveitarfélög látið vinna fyrir sig nýjar kortasjár: Akureyrarbær, Akranes, Blönduós, Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað, Mosfellsbær og Norðurþing.

  • Forsíða

    Velkomin á landakort.is

    Landakort.is er vefgátt fyrir landfræðilegar upplýsingar á Íslandi. Birtir eru tenglar í vefsíður sem sýna kortagögn og annað landfræðilegt efni innanlands sem utan. Vefsíðunum er raðað eftir völdum efnisflokkum sem aðgengilegir eru á forsíðu, en stutt skýring fylgir hverri skráningu. Jafnframt eru birtar fréttir um það sem helst er að gerast hér á landi í útgáfumálum korta og landupplýsingaþjónustu á netinu .