Loftmyndir ehf. hafa á liðnum mánuðum unnið svonefndar „kortasjár“ fyrir nokkur sveitarfélög og eru þær flestar byggðar á loftmyndagrunni fyrirtækisins. Mismunandi er þó hvaða upplýsingar eru birtar í hverri vefsjá. Samkvæmt vefsíðu Loftmynda ehf, hafa eftirtalin sveitarfélög látið vinna fyrir sig nýjar kortasjár: Akureyrarbær, Akranes, Blönduós, Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað, Mosfellsbær og Norðurþing.