Nýr Vegaatlas Landmælinga Íslands

Landmælingar Íslands hafa gefið út nýjan Vegaatlas í mælikvarða 1:200 000. Kortin í atlasinum eru unnin upp úr ferðakortum í mælikvarða 1:250 000, en þannig fæst meira rými fyrir ýmsar ferðaupplýsingar.

Auk venjulegra korta sem eru á 50 blaðsíðum eru ýmis þemakort, s.s. um gististaði, tjaldsvæði, söfn, sundlaugar, golfvelli og fleira. Einnig er ítarleg nafnaskrá með yfir 15.500 örnefnum. Sérstaða bókarinnar felst meðal annars í skemmtilegu formi sem er á henni, en samanbrotin er hún aðeins 16 x 31 cm og því handhæg í bílinn. Þegar Vegaatlasinn hefur verið opnaður koma kostir þessa brots í ljós því þá er hægt að skoða opnu sem er um 60 cm breið og gefur því mjög góða yfirsýn yfir stórt landsvæði. Einnig er hægt að skoða eina blaðsíðu eða þá brjóta bókina saman í upphaflega formið og er notandinn þá kominn með 16 cm breiða kortasíðu. (Apríl 2006).

  • Velkomin á landakort.is

    Landakort.is er vefgátt fyrir landfræðilegar upplýsingar á Íslandi. Lesa meira...