Sveitarfélög á Íslandi – Nýr kortaskjár LMÍ

Landmælingar Íslands hafa sett upp á forsíðu vefs stofnunarinnar, nýjan kortaskjá fyrir upplýsingar um sveitarfélög á Íslandi. Á kortaskjánum er hægt að fá upplýsingar um nöfn sveitarfélaga, íbúafjölda, stærð í ferkílómetrum og fjölda íbúa á ferkílómetra.  Landfræðilegar upplýsingar koma úr IS 500V grunni LMÍ, en upplýsingar um fjölda íbúa eru fengnar frá Hagstofu Íslands og miðast við 31. desember 2006.  Hugbúnaðurinn sem notaður er kemur frá Samsýn ehf. og ESRI.   Sveitarfélög á Íslandi

  • Velkomin á landakort.is

    Landakort.is er vefgátt fyrir landfræðilegar upplýsingar á Íslandi. Lesa meira...