Tíu ný sérkort á markaðinn

Fixlanda ehf hefur unnið 10 ný sérkort sem nú eru komin út hjá Máli og menningu. Kortin eru flest í mælikvarðanum 1:100 000 og á bakhlið þeirra eru nákvæmari kort sem sýna afmarkaðri svæði innan heildarsvæðisins, en flest þeirra eru í mælikvarða 1:50 000. Inn á kortin, sem byggja á sama kortgrunni og Íslandsatlas, eru merktar allar helstu aksturs- og gönguleiðir á svæðunum, auk þess sem þar er að finna mikinn fjölda örnefna og annarra gagnlegra upplýsinga. Þar eru einnig lýsingar og litmyndir af helstu náttúruperlum svæðisins og fuglateikningar eftir Jón Baldur Hlíðberg. Allur texti er á íslensku, ensku, þýsku og frönsku. Kortin sýna eftirtalin svæði: Reykjanes-Þingvellir, Gullfoss–Geysir–Hekla, Kjölur– Langjökull–Kerlingarfjöll, Landmannalaugar–Þórsmörk–Fjallabak, Skaftafell, Lónsöræfi– Snæfell, Askja–Herðubreið–Kverkfjöll, Akureyri–Mývatn–Dettifoss, Hornstrandir og Snæfellsnes.

  • Forsíða

    Velkomin á landakort.is

    Landakort.is er vefgátt fyrir landfræðilegar upplýsingar á Íslandi. Birtir eru tenglar í vefsíður sem sýna kortagögn og annað landfræðilegt efni innanlands sem utan. Vefsíðunum er raðað eftir völdum efnisflokkum sem aðgengilegir eru á forsíðu, en stutt skýring fylgir hverri skráningu. Jafnframt eru birtar fréttir um það sem helst er að gerast hér á landi í útgáfumálum korta og landupplýsingaþjónustu á netinu .