Vefsjár fyrir Árborg og Hveragerði

Tvær nýjar vefsjár hafa verið tengdar inn á landakort.is, en þær sýna landfræðileg gögn af Árborg og Hveragerði. Vefsjárnar eru unnar í landupplýsingakerfi er nefnist Granni, en það er rekið er af Verkfræðistofu Suðurlands á Selfossi. Granni er tvennskonar. Annarsvegar er hann alhliða landupplýsingakerfi sem öll sveitarfélög í Árnessýslu nota, en sá hluti Granna er lokaður almennum notendum. Hins vegar er hann opinn vefur fyrir almenning. Árborg og Hveragerði eru einu sveitarfélögin sem hafa sett upp opna vefsjá fyrir almenning með takmörkuðum upplýsingum. Það eru um tvö ár síðan vefsjárnar fóru fyrst á vefinn. Opnu vefsjárnar bjóða upp á fasteignaupplýsingar, teikningar og að birta aðalskipulag. Öll vinnsla kortagagna fer fram í hugbúnaði frá Autodesk en Granni notar í kortahluta Autodesk MapGuide.

  • Forsíða

    Velkomin á landakort.is

    Landakort.is er vefgátt fyrir landfræðilegar upplýsingar á Íslandi. Birtir eru tenglar í vefsíður sem sýna kortagögn og annað landfræðilegt efni innanlands sem utan. Vefsíðunum er raðað eftir völdum efnisflokkum sem aðgengilegir eru á forsíðu, en stutt skýring fylgir hverri skráningu. Jafnframt eru birtar fréttir um það sem helst er að gerast hér á landi í útgáfumálum korta og landupplýsingaþjónustu á netinu .