Veldu þinn stað – Nýr vefur hjá Reykjavíkurborg

Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar hefur opnað nýjan vef sem ber nafnið Veldu þinn stað og er markmiðið með honum að borgarbúar geti skoðað á Netinu ný íbúðasvæði og lóðir sem verða til úthlutunar á næstunni. Með vefnum verða uppbyggingar- og úthlutunaráform borgarinnar öllum aðgengileg. Upplýsingakort sýnir uppbyggingarsvæðin í borginni, hvar þau eru og hvenær úthlutun hefst. Notendur geta skoðað hvert svæði, stækkað myndir, opnað skjöl með nánari upplýsingum, lesið greinargerðir, séð þrívíddarmyndir, yfirlitsuppdrætti, sneiðmyndir og fleira.

  • Forsíða

    Velkomin á landakort.is

    Landakort.is er vefgátt fyrir landfræðilegar upplýsingar á Íslandi. Birtir eru tenglar í vefsíður sem sýna kortagögn og annað landfræðilegt efni innanlands sem utan. Vefsíðunum er raðað eftir völdum efnisflokkum sem aðgengilegir eru á forsíðu, en stutt skýring fylgir hverri skráningu. Jafnframt eru birtar fréttir um það sem helst er að gerast hér á landi í útgáfumálum korta og landupplýsingaþjónustu á netinu .