Map24 – Ný vefþjónusta frá Loftmyndum ehf.

Fyrirtækið Loftmyndir ehf. hefur í á annan áratug haft það að markmiði að kortleggja allt Ísland með mikilli nákvæmni. Fyrirtækið hefur staðið fyrir viðamikilli og skipulegri loftmyndatöku af landinu þar sem teknar hafa verið á þriðja tug þúsunda loftmynda. Með markvissri vinnu er nú til orðinn nákvæmur kortagrunnur af Íslandi sem unninn er og viðhaldið af starfsmönnum fyrirtækisins.

Map24 er ný vefkortaþjónusta hér á landi. Íslensk gögn úr gagnagrunni Loftmynda eru nú aðgengileg á veraldarvefnum, en þar er t.d. hægt að fletta upp í heimilsfangagrunni fyrirtækisins þar sem skráð er nákvæm staðsetning yfir 99% heimilsfanga á Íslandi.  Þá er á Map24 bæði hægt að fá vegvísun milli staða á Íslandi og í öðrum löndum þar sem finna má nákvæm götukort af öllum helstu viðkomustöðum ferðaglaðra Íslendinga og er þannig einfalt að skipuleggja ferðalög erlendis. Hugbúnaðurinn, sem er frá Mapsolute Gmbh, er þekktur víða um lönd og byggir á langri reynslu. Gögnin eru síðan frá Loftmyndum ehf., Tele Atlas og Navteq. Unnið er að nánari þróun verkefnisins og munu ýmsir kostir verða kynntir á næstunni. Með þessari nýju þjónustu við íslenska kortanotendur og ferðamenn skapast ótal nýir möguleikar sem margir munu fagna.

  • Forsíða

    Velkomin á landakort.is

    Landakort.is er vefgátt fyrir landfræðilegar upplýsingar á Íslandi. Birtir eru tenglar í vefsíður sem sýna kortagögn og annað landfræðilegt efni innanlands sem utan. Vefsíðunum er raðað eftir völdum efnisflokkum sem aðgengilegir eru á forsíðu, en stutt skýring fylgir hverri skráningu. Jafnframt eru birtar fréttir um það sem helst er að gerast hér á landi í útgáfumálum korta og landupplýsingaþjónustu á netinu .