
Pistillinn
- Vefkortasafnið (128)
24. mars, 2021Vefkortasafnið er ný kortasjá sem opnuð hefur verið á netinu, en hún veitir aðgang að íslenskum kortaflokkum gegnum kortaþekjur sem sýna blaðskiptingar og þá reiti sem kortin þekja á yfirborði landsins. Þessari kortasjá er í fyllingu tímans ætlað að veita samræmdan aðgang að helstu kortaflokkum og heildarkortum sem til eru af Íslandi. Uppfærðar kortaskrár og blaðskiptingar helstu kortaflokka eru hér tengdar saman, en einnig eru tengingar við skönnuð kort sem stofnanir og söfn hafa gert aðgengileg með einum eða öðrum hætti á netinu. Með þessu má fá samræmt yfirlit yfir þekkta íslenska kortaflokka frá opinberum aðilum og nálgast upplýsingar um kortin á einum stað út frá framsetningu reita á skjá. (meira…) Lesa meira...
Eldri pistlar