nóvember 2008

Náttúruvefsjá komin í loftið

Þann 15. október s.l. var opnuð ný veflausn sem birtir fjölbreytt gögn um náttúrufar og auðlindir Íslands á vefslóðinni www.natturuvefsja.is. Náttúruvefsjáin er afrakstur þróunarsamstarfs sem á uppruna sinn í verkefni sem hlaut styrk frá Rannís árið 1999 og hefur verið þróað áfram  undir stjórn Vatnamælinga Orkustofnunar með framlagi frá Orkustofnun, upplýsingasamfélaginu, og Gagarín með aðkomu stofnana sem sinna öflun gagna um náttúru Íslands. Lausnin bætir m.a. möguleika almennings og skólafólks á að skoða náttúrufarsupplýsingar og fræðast um auðlindir landsins á lifandi hátt. Markmiðið með Náttúruvefsjánni er að koma gögnum og niðurstöðum úr rannsóknum einstakra stofnana á framfæri á sameiginlegum vettvangi og í almenna notkun í leik og starfi. Þau nýtast jafnt stjórnsýslu, sérfræðingum, almenningi og fyrirtækjum, s.s. vegna búsetubreytinga, húsbygginga, í tengslum við ferðalög, afþreyingu og útivist. Lesa meira…

  • Forsíða

    Velkomin á landakort.is

    Landakort.is er vefgátt fyrir landfræðilegar upplýsingar á Íslandi. Birtir eru tenglar í vefsíður sem sýna kortagögn og annað landfræðilegt efni innanlands sem utan. Vefsíðunum er raðað eftir völdum efnisflokkum sem aðgengilegir eru á forsíðu, en stutt skýring fylgir hverri skráningu. Jafnframt eru birtar fréttir um það sem helst er að gerast hér á landi í útgáfumálum korta og landupplýsingaþjónustu á netinu .