apríl 2007

Nýtt sjókort af Reyðarfirði komið út

Sjómælingar Íslands gáfu nýlega út nýtt sjókort af Reyðarfirði. Kortið er nr. 716 og inni á því er hin nýja höfn Fjarðaráls við Mjóeyri. Kort þetta kemur í stað eldra korts af innsta hluta Reyðarfjarðar sem var með saman númer og í sama mælikvarða. Kortið er í fullri sjókortastærð (72×102 cm), mælikvarðinn 1:10 000, viðmiðun er WGS-84 og mörk kortsins: 65°00’00″n – 65°03’30″n, 14°02’00″v – 14°14’00″v.
Á sama tíma kom út ný útgáfa af sjókorti nr. 363 sem er af höfnunum í Hafnarfirði og Straumsvík, auk þess sem nýar útgáfur er einnig komnar af kortunum af Akureyri og Norðfirði. Eldri útgáfur af þessum kortum eru þar með fallnar úr gildi. Lesa meira…

  • Velkomin á landakort.is

    Landakort.is er vefgátt fyrir landfræðilegar upplýsingar á Íslandi. Lesa meira...