ágúst 2007

Lönd heimsins – Vefur Námsgagnastofnunar

Markmiðið með þessum nýja vef Námsgagnastofnunar er að veita vitneskju um veröldina sem við lifum í.  Á vefnum er gagnagrunnur sem hefur að geyma upplýsingar um marga ólíka þætti sem tengjast málefnum landa heimsins. Út frá stafrófsröðuðum lista og listum yfir lönd eftir heimsálfum má m.a. finna upplýsingar um landið, sögu þess, þjóðina sem þar býr, íbúafjölda, stjórnarfar, efnahag, náttúruauðlindir, hita og úrkomu. Þá má t.d. sjá fána landsins, spila þjóðsöng og skoða yfirlitskort. Lönd heimsins

Ný kortavefsjá fyrir íslenska skóla

Námsgagnastofnun hefur í samstarfi við fyrirtækið Gagarín og Landmælingar Íslands opnað nýja kortavefsjá með upplýsingum um ýmsa þekkta staði á Íslandi, þ.e. ár, eyjar, fjöll, fossa, jökla, stöðuvötn, þéttbýli og þjóðgarða. Mynd frá Mats Wibe Lund birtist ásamt texta um valda staði þegar smellt er á nafn staðar á korti. Hægt er að færa sig til eftir kortinu og draga landshluta nær (þysja inn) og skoða þá aðeins lítinn hluta kortsins. Í nokkrum tilfellum er vísun í nánari upplýsingar um staði á annarri vefslóð. Kortavefsjá af Íslandi.

  • Forsíða

    Velkomin á landakort.is

    Landakort.is er vefgátt fyrir landfræðilegar upplýsingar á Íslandi. Birtir eru tenglar í vefsíður sem sýna kortagögn og annað landfræðilegt efni innanlands sem utan. Vefsíðunum er raðað eftir völdum efnisflokkum sem aðgengilegir eru á forsíðu, en stutt skýring fylgir hverri skráningu. Jafnframt eru birtar fréttir um það sem helst er að gerast hér á landi í útgáfumálum korta og landupplýsingaþjónustu á netinu .