maí 2007

Veldu þinn stað – Nýr vefur hjá Reykjavíkurborg

Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar hefur opnað nýjan vef sem ber nafnið Veldu þinn stað og er markmiðið með honum að borgarbúar geti skoðað á Netinu ný íbúðasvæði og lóðir sem verða til úthlutunar á næstunni. Með vefnum verða uppbyggingar- og úthlutunaráform borgarinnar öllum aðgengileg. Upplýsingakort sýnir uppbyggingarsvæðin í borginni, hvar þau eru og hvenær úthlutun hefst. Notendur geta skoðað hvert svæði, stækkað myndir, opnað skjöl með nánari upplýsingum, lesið greinargerðir, séð þrívíddarmyndir, yfirlitsuppdrætti, sneiðmyndir og fleira.

Gagarín setur upp nýja kortaþjónustu fyrir Já.is

Á vefsíðu símaskrárinnar Já.is er komin upp ný gagnvirk kortaþjónusta, sem býður uppá fjölbreytta korttengda leitarmöguleika  þegar finna þarf heimilisföng og símanúmer aðila á ýmsum sviðum í samfélaginu. Vefsjáin er unnin af fyrirtækinu Gagarín og byggir meðal annars á gögnum frá Landupplýsingakerfi Reykjavíkur (LUKR), Landmælingum Íslands og heimilisfangaskrá Hnits hf. Lesa meira…

  • Forsíða

    Velkomin á landakort.is

    Landakort.is er vefgátt fyrir landfræðilegar upplýsingar á Íslandi. Birtir eru tenglar í vefsíður sem sýna kortagögn og annað landfræðilegt efni innanlands sem utan. Vefsíðunum er raðað eftir völdum efnisflokkum sem aðgengilegir eru á forsíðu, en stutt skýring fylgir hverri skráningu. Jafnframt eru birtar fréttir um það sem helst er að gerast hér á landi í útgáfumálum korta og landupplýsingaþjónustu á netinu .