Pistlar
- Rannsóknarbókasöfn og kortasöfn týna tölunni (136)
5. ágúst, 2024Þegar rætt hefur verið um tegundir bókasafna í gegnum tíðina voru einkum fjórar gerðir safna nefndar: Þjóðbókasöfn eins og Landsbókasafn, Almenningsbókasöfn eins og bókasöfn bæjarfélaga, Skólabókasöfn eins og í skólum á öllum skólastigum og Rannsóknarbókasöfn einkum í opinberum stofnunum. Síðastnefnda tegundin, Rannsóknarbókasöfnin, sem geta verið innbyrðis mjög ólíkar starfseiningar að stærð og eðli og með ólíka gerð safnkosts, hafa á liðnum áratugum orðið fyrir barðinu á töluverðum niðurskurði hér á landi sem jaðrar jafnvel við skemmdarverk á sumum sviðum. Mörgum rannsóknarbókasafnanna hefur verið lokað og safnkostinum dreift með gjöfum eða yfirtöku einhverra opinberra eða einkaaðila, eða að safnkostinum hefur að hluta til verið fargað. Kort af ýmsu tagi hafa verið hluti safnkosts fjölmargra rannsóknarbókasafna hinna ýmsu stofnana og því hefur með þessum umskiptum orðið rof á aðgengi að kortum í einhverjum tilfellum. (meira…) Lesa meira...
- Sérkortasafnið (135)
16. apríl, 2024Á forsíðu vefsins „landkönnun.is“ hefur í nokkur misseri verið mögulegt að skoða tvö tilraunaverkefni í formi kortasjáa sem ætlað er að auðvelda framsetningu eldri korta og gamalla loftmynda á netinu, þ.e. „Vefkortasafnið“ og „Loftmyndasafnið“. (meira…) Lesa meira...
- Á nýjum „slóðum” (134)
27. febrúar, 2024Eitt mikilvægasta verkefnið á sviði upplýsingamiðlunar um landfræðileg gögn á netinu, er tenging við vefslóðir af ýmsu tagi. Framsetningu þeirra í veflausnum er gjarnan ætlað að gefa yfirsýn yfir landræn gögn og (meira…) Lesa meira...
- Varasamir tímar fyrir landfræðileg gögn? (133)
7. mars, 2023Um þessar mundir er verið að undirbúa stærstu sameiningar stofnana í íslenska stjórnkerfinu til þessa, þar sem til stendur að fækka stofnunum umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytisins í þrjár. (meira…) Lesa meira...
- Kortasafn Orkustofnunar til Landsbókasafns (132)
1. febrúar, 2023Kortasafn Orkustofnunar, eitt þeirra þriggja kortasafna sem hægt hefur verið að skoða á netinu, hefur verið afhent Landsbókasafni Íslands til varðveislu. Um er að ræða alls á fjórða þúsund prentuð íslensk kort, (meira…) Lesa meira...
Eldri pistlar